NBA: Dwyane Wade yfir 40 stigin annað kvöldið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2010 09:00 Dwyane Wade var blóðgaður í nótt. Mynd/AP Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas.Dwyane Wade skoraði 45 stig í 125-119 útisigri Miami Heat á Houston Rockets. Wade hitti úr 17 af 24 skotum sínum og úr öllum tíu vítunum. Hann hafði skorað 40 stig í sigri á New York Knicks kvöldið áður og er þetta í fyrsta sinn á ferlinum sem hann brýtur 40 stiga múrinn tvö kvöld í röð. LeBron James bætti við 20 stigum og 9 stoðsendingum og Chris Bosh var með 21 stig í sextánda sigri Miami-liðsins í síðustu sautján leikjum. Miami vann tíu útileiki í desember og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær að vinna tíu útileiki í röð í sama mánuðinum. Luis Scola var með 22 stig fyrir Houston, Kevin Martin skoraði 21 stig og Aaron Brooks var með 20 stig en Houston var búið að vinna 8 leiki í röð fyrir leikinn.Kevin Garnett meiddist í fyrsta leikhluta og Boston Celtics tapaði óvænt 104-92 fyrir Detroit Pistons í Detroit. Þetta var aðeins annað tap liðsins í síðustu 17 leikjum. Boston var einnig án Rajon Rondo sem hefur ekki verið með í síðustu sex leikjum liðsins. Garnett meiddist við að reyna að troða í fyrsta leikhlutanum en myndatökur sýndu að ekkert er brotið. Boston-liðið saknaði hans greinilega og leit ekki vel út án hans. Tracy McGrady skoraði 21 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince var með 18 stig. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston.Liðsmenn Sacramento fagna sigurkörfu Tyreke Evans í nótt.Mynd/APLamar Odom missti sæti sitt í byrjunarliðinu en svaraði því með að skora 24 stig í 103-88 útisigri Los Angeles Lakers á New Orleans Hornets. Andrew Bynum kom inn í byrjunarliðið fyrir Odom en liðið var búið að tapa illa í þremur leikjum í röð.Kobe Bryant var með 20 stig, Bynum skoraði 18 stig og Pau Gasol var með 11 stig og 12 fráköst. Chris Paul skoraði 20 stig fyrir New Orleans sem tapaði öðrum leiknum í röð og er að gefa mikið eftir.Tyreke Evans tryggði Sacramento Kings 100-98 sigur á Memphis Grizzlies með því að skora frá miðju um leið og leiktíminn rann út. Sacramento endaði þar með átta leikja taphrinu og vann aðeins sinn annan leik í átján leikjum.Evans, sem var valinn nýliði ársins í fyrra, skoraði 21 stig og nýliðinn DeMarcus Cousins bætti við 21 stigi og 16 fráköstum. Zach Randolph var með 35 stig og 17 fráköst hjá Memphis.Chauncey Billups skoraði 15 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Denver Nuggets vann 119-113 sigur á Minnesota Timberwolves en Denver lék án aðalstjörnu sinnar, Carmelo Anthony, fimmta leikinn í röð þar sem hann missti systur sína.Denver var líka án Kenyon Martin, Nene og Al Harrington sem gerir sigurinn enn merkilegri. Ty Lawson kom með 19 stig af bekknum og "Fuglamaðurinn" Chris Andersen skoraði 11 stig og tók 7 fráköst. Michael Beasley skoraði 33 stig fyrir Minnesota og Kevin Love var með 26 stig og 14 fráköst.Andrew Bynum kom inn í byrjunarlið Lakers.Mynd/APKevin Durant skoraði 27 stig í fyrstu þremur leikhlutanum og hvíldi í þeim fjórða þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 114-93 sigur á New Jersey Nets. Oklahoma City hefur unnið 10 af 11 leikjum sínum í vetur eftir að hafa tapað leiknum á undan.Russell Westbrook var með 17 stig en hjá Nets-liðinu voru þeir Devin Harris og Brook Lopez báðir með 19 stig. New Jersey hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum með samtals 51 stigi.Jrue Holiday skoraði 25 stig þegar Philadelphia 76ers vann 123-110 sigur á Phoenix Suns. Nýliðinn Evan Turner kom með 23 stig inn af bekknum og Andres Nocioni var með 22 stig og 12 fráköst.Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar en það dugði ekki til ekki frekar að Vince Carter lék sinn fyrsta leik fyrir Phoenix og skoraði 18 stig. Phoenix er nú búið að tapa fjórum leikjum í röð.Kevin Garnett meiddist í nótt.Mynd/APStephen Jackson skoraði 38 stig og D.J. Augustin var með 28 stig þegar Charlotte Bobcats vann 101-92 sigur á Cleveland Cavaliers. Charlotte hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas.Augustin er búinn að hitta úr 20 af 29 skotum sínum í þessum tveimur leikjum en Silas hefur lagt áherslu á að keyra upp hraðann í leik liðsins. Ramon Sessions var með 22 stig fyrir Cleveland sem hefur tapað 13 útileikjum í röð og 15 af síðustu 16 leikjum sínum.Josh Smith var með 20 stig og 10 fráköst og Al Horford var með 21 stig og 15 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 103-93 sigur á Golden State Warriors. Dorell Wright skoraði 32 stig fyrir Golden State sem átti möguleika á því að vinna sinn fjórða leik í röð.Al Jefferson og Blake Griffin voru atkvæðamiklir í nótt.Mynd/APAl Jefferson var með 31 stig og 10 fráköst þegar Utah Jazz vann 103-95 útisigur á Los Angeles Clippers en heimamenn voru búnir að vinna tvo leiki í röð.Nýliðinn Gordon Hayward skoraði 17 stig eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið fyrir hinn meidda Andre Kirilenko og Mehmet Okur var með 13 stig á 17 mínútum í sínum öðrum leik eftir að hann snéri til baka eftir hásinarslit. Blake Griffin var allt í öllu hjá Clippers með 30 stig og 12 fráköst en Eric Gordon skoraði 19 stig.Nick Young skoraði 25 stig þegar Washington Wizards vann 104-90 sigur á Indiana Pacers. Andray Blatche og JaVale McGee lentu í útistöðum á bar á Þorláksmessu en voru flottir í nótt. Blatche var með 22 stig og 11 fráköst en McGee skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Dwyane Wade er búinn að skoras 85 stig í síðustu tveimur leikjum Miami.Mynd/APAtlanta Hawks-Golden State Warriors 103-93 Charlotte Bobcats-Cleveland Cavaliers 101-92 Washington Wizards-Indiana Pacers 104-90 Detroit Pistons-Boston Celtics 104-92 Minnesota Timberwolves-Denver Nuggets 113-119 New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers 88-103 Oklahoma City Thunder-New Jersey Nets 114-93 Houston Rockets-Miami Heat 119-125 Phoenix Suns-Philadelphia 76ers 110-123 Sacramento Kings-Memphis Grizzlies 100-98 Los Angeles Clippers-Utah Jazz 95-103 NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas.Dwyane Wade skoraði 45 stig í 125-119 útisigri Miami Heat á Houston Rockets. Wade hitti úr 17 af 24 skotum sínum og úr öllum tíu vítunum. Hann hafði skorað 40 stig í sigri á New York Knicks kvöldið áður og er þetta í fyrsta sinn á ferlinum sem hann brýtur 40 stiga múrinn tvö kvöld í röð. LeBron James bætti við 20 stigum og 9 stoðsendingum og Chris Bosh var með 21 stig í sextánda sigri Miami-liðsins í síðustu sautján leikjum. Miami vann tíu útileiki í desember og er fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær að vinna tíu útileiki í röð í sama mánuðinum. Luis Scola var með 22 stig fyrir Houston, Kevin Martin skoraði 21 stig og Aaron Brooks var með 20 stig en Houston var búið að vinna 8 leiki í röð fyrir leikinn.Kevin Garnett meiddist í fyrsta leikhluta og Boston Celtics tapaði óvænt 104-92 fyrir Detroit Pistons í Detroit. Þetta var aðeins annað tap liðsins í síðustu 17 leikjum. Boston var einnig án Rajon Rondo sem hefur ekki verið með í síðustu sex leikjum liðsins. Garnett meiddist við að reyna að troða í fyrsta leikhlutanum en myndatökur sýndu að ekkert er brotið. Boston-liðið saknaði hans greinilega og leit ekki vel út án hans. Tracy McGrady skoraði 21 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince var með 18 stig. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston.Liðsmenn Sacramento fagna sigurkörfu Tyreke Evans í nótt.Mynd/APLamar Odom missti sæti sitt í byrjunarliðinu en svaraði því með að skora 24 stig í 103-88 útisigri Los Angeles Lakers á New Orleans Hornets. Andrew Bynum kom inn í byrjunarliðið fyrir Odom en liðið var búið að tapa illa í þremur leikjum í röð.Kobe Bryant var með 20 stig, Bynum skoraði 18 stig og Pau Gasol var með 11 stig og 12 fráköst. Chris Paul skoraði 20 stig fyrir New Orleans sem tapaði öðrum leiknum í röð og er að gefa mikið eftir.Tyreke Evans tryggði Sacramento Kings 100-98 sigur á Memphis Grizzlies með því að skora frá miðju um leið og leiktíminn rann út. Sacramento endaði þar með átta leikja taphrinu og vann aðeins sinn annan leik í átján leikjum.Evans, sem var valinn nýliði ársins í fyrra, skoraði 21 stig og nýliðinn DeMarcus Cousins bætti við 21 stigi og 16 fráköstum. Zach Randolph var með 35 stig og 17 fráköst hjá Memphis.Chauncey Billups skoraði 15 af 36 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Denver Nuggets vann 119-113 sigur á Minnesota Timberwolves en Denver lék án aðalstjörnu sinnar, Carmelo Anthony, fimmta leikinn í röð þar sem hann missti systur sína.Denver var líka án Kenyon Martin, Nene og Al Harrington sem gerir sigurinn enn merkilegri. Ty Lawson kom með 19 stig af bekknum og "Fuglamaðurinn" Chris Andersen skoraði 11 stig og tók 7 fráköst. Michael Beasley skoraði 33 stig fyrir Minnesota og Kevin Love var með 26 stig og 14 fráköst.Andrew Bynum kom inn í byrjunarlið Lakers.Mynd/APKevin Durant skoraði 27 stig í fyrstu þremur leikhlutanum og hvíldi í þeim fjórða þegar Oklahoma City Thunder vann öruggan 114-93 sigur á New Jersey Nets. Oklahoma City hefur unnið 10 af 11 leikjum sínum í vetur eftir að hafa tapað leiknum á undan.Russell Westbrook var með 17 stig en hjá Nets-liðinu voru þeir Devin Harris og Brook Lopez báðir með 19 stig. New Jersey hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum með samtals 51 stigi.Jrue Holiday skoraði 25 stig þegar Philadelphia 76ers vann 123-110 sigur á Phoenix Suns. Nýliðinn Evan Turner kom með 23 stig inn af bekknum og Andres Nocioni var með 22 stig og 12 fráköst.Steve Nash skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar en það dugði ekki til ekki frekar að Vince Carter lék sinn fyrsta leik fyrir Phoenix og skoraði 18 stig. Phoenix er nú búið að tapa fjórum leikjum í röð.Kevin Garnett meiddist í nótt.Mynd/APStephen Jackson skoraði 38 stig og D.J. Augustin var með 28 stig þegar Charlotte Bobcats vann 101-92 sigur á Cleveland Cavaliers. Charlotte hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas.Augustin er búinn að hitta úr 20 af 29 skotum sínum í þessum tveimur leikjum en Silas hefur lagt áherslu á að keyra upp hraðann í leik liðsins. Ramon Sessions var með 22 stig fyrir Cleveland sem hefur tapað 13 útileikjum í röð og 15 af síðustu 16 leikjum sínum.Josh Smith var með 20 stig og 10 fráköst og Al Horford var með 21 stig og 15 fráköst þegar Atlanta Hawks vann 103-93 sigur á Golden State Warriors. Dorell Wright skoraði 32 stig fyrir Golden State sem átti möguleika á því að vinna sinn fjórða leik í röð.Al Jefferson og Blake Griffin voru atkvæðamiklir í nótt.Mynd/APAl Jefferson var með 31 stig og 10 fráköst þegar Utah Jazz vann 103-95 útisigur á Los Angeles Clippers en heimamenn voru búnir að vinna tvo leiki í röð.Nýliðinn Gordon Hayward skoraði 17 stig eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið fyrir hinn meidda Andre Kirilenko og Mehmet Okur var með 13 stig á 17 mínútum í sínum öðrum leik eftir að hann snéri til baka eftir hásinarslit. Blake Griffin var allt í öllu hjá Clippers með 30 stig og 12 fráköst en Eric Gordon skoraði 19 stig.Nick Young skoraði 25 stig þegar Washington Wizards vann 104-90 sigur á Indiana Pacers. Andray Blatche og JaVale McGee lentu í útistöðum á bar á Þorláksmessu en voru flottir í nótt. Blatche var með 22 stig og 11 fráköst en McGee skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Mike Dunleavy skoraði 20 stig fyrir Indiana.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Dwyane Wade er búinn að skoras 85 stig í síðustu tveimur leikjum Miami.Mynd/APAtlanta Hawks-Golden State Warriors 103-93 Charlotte Bobcats-Cleveland Cavaliers 101-92 Washington Wizards-Indiana Pacers 104-90 Detroit Pistons-Boston Celtics 104-92 Minnesota Timberwolves-Denver Nuggets 113-119 New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers 88-103 Oklahoma City Thunder-New Jersey Nets 114-93 Houston Rockets-Miami Heat 119-125 Phoenix Suns-Philadelphia 76ers 110-123 Sacramento Kings-Memphis Grizzlies 100-98 Los Angeles Clippers-Utah Jazz 95-103
NBA Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti