Óskar Bergsson: Betri samningur fyrir borgina Óskar Bergsson skrifar 8. apríl 2010 06:00 Eftir eins og hálfs árs gott samstarf meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem unnið hefur verið eftir þverpólitískri aðgerðaáætlun, er nú kominn glímuskjálfti í mannskapinn og minnihlutinn hefur fundið ágreiningsefnið. Ágreiningurinn fyrir þessar kosningar skal vera með eða á móti golfvelli! Gott og vel, en málið snýst um efndir á samkomulagi milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem rekja má til vorsins 2006 þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar, undirritaði skuldbindandi samninga við fjölmörg íþróttafélög upp á 2,2 milljarða króna, þar á meðal um stækkun golfvallar á Korpúlfsstöðum. Reykjavíkurborg, þ.e. meirihluti hvers tíma, þarf að standa við þær skuldbindingar sem áður hafa verið gerðar í nafni sveitarfélagsins. Í þessu tilviki á ábyrgð Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Ég undrast þá afstöðu VG og Samfylkingarinnar að vilja ekki bera ábyrgð á samningum sem þeirra eigin stjórnmálaforingjar stóðu að. Í þessum meirihluta, sem myndaður var í ágúst 2008, hefur mikil vinna farið í að vinda ofan af stórum samningum við íþróttafélög sem gerðir voru á árunum 2006-2007. Það er gert í samvinnu við íþróttafélögin með það að leiðarljósi að standa við fyrri skuldbindingar en draga verulega úr kostnaði. Það er sérkennilegt að á sama borgarstjórnarfundi greiðir minnihlutinn atkvæði með nýju samkomulagi við íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Samningar við þessi félög voru allir samþykktir fyrir kosningar 2006. Samningurinn nú felur í sér að GR fellur frá fyrri áformum um framkvæmdir upp á 450 m.kr. en byggir upp á fjórum árum fyrir 230 m.kr. eða rúmlega 57 m.kr. á ári. Á móti skilar GR Reykjavíkurborg landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar. Það getur verið mikilvægt að hafa sérstöðu í stjórnmálum þegar kemur að kosningum og það er greinilega það sem Samfylkingin og VG eru að reyna í þessu máli. En að velja mál sem þeirra eigin flokkar bera fulla ábyrgð á og klína því á þá sem sitja uppi með gjörninginn er vægast sagt ófyrirleitið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Eftir eins og hálfs árs gott samstarf meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem unnið hefur verið eftir þverpólitískri aðgerðaáætlun, er nú kominn glímuskjálfti í mannskapinn og minnihlutinn hefur fundið ágreiningsefnið. Ágreiningurinn fyrir þessar kosningar skal vera með eða á móti golfvelli! Gott og vel, en málið snýst um efndir á samkomulagi milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem rekja má til vorsins 2006 þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar, undirritaði skuldbindandi samninga við fjölmörg íþróttafélög upp á 2,2 milljarða króna, þar á meðal um stækkun golfvallar á Korpúlfsstöðum. Reykjavíkurborg, þ.e. meirihluti hvers tíma, þarf að standa við þær skuldbindingar sem áður hafa verið gerðar í nafni sveitarfélagsins. Í þessu tilviki á ábyrgð Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Ég undrast þá afstöðu VG og Samfylkingarinnar að vilja ekki bera ábyrgð á samningum sem þeirra eigin stjórnmálaforingjar stóðu að. Í þessum meirihluta, sem myndaður var í ágúst 2008, hefur mikil vinna farið í að vinda ofan af stórum samningum við íþróttafélög sem gerðir voru á árunum 2006-2007. Það er gert í samvinnu við íþróttafélögin með það að leiðarljósi að standa við fyrri skuldbindingar en draga verulega úr kostnaði. Það er sérkennilegt að á sama borgarstjórnarfundi greiðir minnihlutinn atkvæði með nýju samkomulagi við íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Samningar við þessi félög voru allir samþykktir fyrir kosningar 2006. Samningurinn nú felur í sér að GR fellur frá fyrri áformum um framkvæmdir upp á 450 m.kr. en byggir upp á fjórum árum fyrir 230 m.kr. eða rúmlega 57 m.kr. á ári. Á móti skilar GR Reykjavíkurborg landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar. Það getur verið mikilvægt að hafa sérstöðu í stjórnmálum þegar kemur að kosningum og það er greinilega það sem Samfylkingin og VG eru að reyna í þessu máli. En að velja mál sem þeirra eigin flokkar bera fulla ábyrgð á og klína því á þá sem sitja uppi með gjörninginn er vægast sagt ófyrirleitið.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun