Eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut Svavar Gestsson skrifar 1. júní 2010 08:58 Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun