Eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut Svavar Gestsson skrifar 1. júní 2010 08:58 Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir er það hefðbundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfélög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. Allir flokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálfstæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafnvel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meirihlutum á nokkrum stöðum. Framsóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknarflokkurinn beið afhroð á þéttbýlissvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosningasigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylkingarinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosningum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Öðru vísi mér áður brá - VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjórflokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þríflokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistekist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stundum tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munurinn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokkarnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðisflokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Framsóknarflokksins er sáttur við niðurstöðuna en Guðmundur Steingrímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endurmeta stefnumálin endilega, heldur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosningum var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu málefnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun