Þögn er samþykki 16. júní 2010 06:00 Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í framhaldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kringum ungt fólk vitum að fíkniefnasala fer fram mjög víða, framhaldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Framhaldsskólar landsins eru opinberar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en annarsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki framkvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðinum, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í framhaldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kringum ungt fólk vitum að fíkniefnasala fer fram mjög víða, framhaldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Framhaldsskólar landsins eru opinberar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en annarsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki framkvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðinum, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar