Þögn er samþykki 16. júní 2010 06:00 Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í framhaldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kringum ungt fólk vitum að fíkniefnasala fer fram mjög víða, framhaldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Framhaldsskólar landsins eru opinberar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en annarsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki framkvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðinum, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í framhaldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kringum ungt fólk vitum að fíkniefnasala fer fram mjög víða, framhaldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Framhaldsskólar landsins eru opinberar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en annarsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki framkvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðinum, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun