Þögn er samþykki 16. júní 2010 06:00 Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í framhaldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kringum ungt fólk vitum að fíkniefnasala fer fram mjög víða, framhaldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Framhaldsskólar landsins eru opinberar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en annarsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki framkvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðinum, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna síðustu mánuði um fíkniefnaleit í framhaldsskólum langar mig að velta eftirfarandi fram: Er ekki hagur okkar allra og þá ekki síst þeirra sem ekki neyta fíkniefna að vera öruggir í sínu umhverfi? Það að fíkniefnaleit með hundum fari fram í framhaldsskólum landsins tel ég vera góða leið til að skapa öryggi fyrir þá sem ekki neyta fíkniefna. Hingað til hefur markviss leit á ungmennum ekki talist undir mannréttindabrot, sbr. áfengisleit fyrir framhaldsskólaböll. Hefur þetta flokkast undir forvarnir. Er markviss fíkniefnaleit eitthvað annað? Þar erum við að tala um ólögleg fíkniefni. Flest okkar sem starfa í kringum ungt fólk vitum að fíkniefnasala fer fram mjög víða, framhaldsskólarnir eru þar engin undantekning. Eigum við bara að sætta okkur við það eða eigum við að gera eitthvað í því? Framhaldsskólar landsins eru opinberar byggingar, þar á fíkniefnasala ekki að fara fram (frekar en annarsstaðar). Til að sporna við því er markviss fíkniefnaleit góð leið. Sú leit sem framkvæmd var í Tækniskóla Íslands í vetur hefur verið umdeild. Var hún ekki framkvæmd vegna rökstudds gruns um að þar færi fram sala og neysla? Hvar eru þessar upplýsingar? Hver var niðurstaða leitarinnar, fundust fíkniefni? Við megum ekki sofna á verðinum, það sem verið er að tala um eru ólögleg fíkniefni. Það að börn og unglingar geti nálgast þessi efni í skólanum sínum er ekki ásættanlegt. Til þess að breyta þessu verðum við öll að leggjast á eitt og ræða þetta stóra og mikla vandamál opinskátt. Það að þagga málið niður og fordæma jafnvel aðgerðir tel ég vera það sama og samþykki. Ég sem móðir og náms- og starfsráðgjafi ætla ekki að þegja um þetta og hvet aðra sem málið snertir til að gera slíkt hið sama.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar