Þóra Kristín Ásgeirsdóttir: Opið bréf til félagsmanna BÍ 29. apríl 2010 08:53 Ár er síðan ég var kosin formaður Blaðamannafélags Íslands. Hópurinn er breyttur, margir hafa fengið reisupassann á fjölmiðlum eða horfið til annarra starfa. Það eru miklir átakatímar í blaðamennsku eins og öðru. Í fyrra fékk ég óskorað umboð ykkar til að stýra Blaðamannafélaginu, sem ég hef gert eftir bestu getu.Þetta hefur verið viðburðaríkt ár, erfitt og mikil áskorun. Ég hef haldið uppi vörnum fyrir blaðamennsku, sem formaður stéttarfélags og fagfélags. Það hefur ekki verið auðvelt. Oft hefði verið betra fyrir sjálfa mig að taka ekki slaginn.En ég hef gert það, þar sem mér hefur fundist vegið að sjálfstæði okkar, trúverðugleika og vinnuaðstæðum og kjörum.Endurmat blaðamannaVið höfum þurft að takast á við efnahagshrun og sjálfsmynd okkar hefur beðið hnekki. Við blaðamenn höfum þurft endurmeta margt sem brást í samfélaginu og spyrja, átti ég eða minn fjölmiðill einhvern hlut að máli? Á sama tíma blasti við að helstu gerendur í efnahagshruninu áttu og stýrðu fjölmiðlum. Þetta hef ég gagnrýnt og nú er svo komið að þetta er það sem ég er mest gagnrýnd fyrir af ykkur sem kusuð mig til að vera formaður í þessu félagi. Orð mín um að eignarhald þessara fjölmiðla skaði trúverðugleika eru sögð hafa vakið reiði meðal blaðamanna á 365.Ég var rekin af Morgunblaðinu ásamt fjölda annarra blaðamanna, eftir að Davíð Oddsson tók við ritstjórn. Ég hef gagnrýnt ritstjóraskiptin harðlega, ekki síst með tilliti til uppgjörsins eftir bankahrunið. Margir blaðamenn á Morgunblaðinu eru ekki sammála mér um það. Gott og vel, en ég tel að formaður Blaðamannafélags sem ekki hefði tjáð sig í slíku máli væri ekki formennskunnar verður.Dæmd og léttvæg fundinÉg tók að mér að ritstýra vefritinu Smugunni frá í mars. Þetta gefur framkvæmdastjóri félagsins upp sem ástæðu til að fara fram gegn mér þar sem flokkspólitík og blaðamennska fari ekki saman. Það fer vel á því að eini maðurinn í félaginu sem þarf ekki bera kinnroða fyrir eignarhaldið er í vinnu hjá félaginu sjálfu. Ég er semsagt dæmd og léttvæg fundin vegna eignarhalds á litlum vefmiðli, sem er umræðuvettvangur fyrir vinstri menn, á sama tíma og ég er gagnrýnd fyrir að hafa efasemdir um að helstu gerendur efnahagshrunsins séu þeir réttu til að eiga fjölmiðlana sem gera upp þennan kafla Íslandssögunnar.Ég stend hér ekki í neinni málsvörn. Ég ætla ekki að segja ykkur ósatt. Ég myndi gera þetta aftur. Ef þið vilduð formann sem telur það ekki hlutverk formannsins að gagnrýna slíka hluti þá hefðuð þið aldrei átt að kjósa mig. Svo einfalt er það. Blaðamenn eru ekki leikskólabörn. Ég hef unnið með mörgu afbragðs fólki í blaðamennsku með mismunandi skoðanir á þjóðmálum. Og góðir blaðamenn hafa oftast sterka réttlætiskennd og áhuga á stjórnmálum. Það leiðir af starfinu og ræður líka stundum starfsvalinu. Það er hræsni að ganga um og halda að blaðamenn séu faglegri eða heiðarlegri ef þeir hafa ekki skoðanir. Og ég tek ekki þátt í því.Naut ekki stuðnings framkvæmdastjóraMér varð snemma ljóst að ég nyti ekki stuðnings Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra. Mér fannst það erfitt því formaður er í öðru starfi líka og þarf að reiða sig á framkvæmdastjórann um allt sem fram fer í félaginu og upplýsingar um framkvæmd allra hluta. Hjálmar var liðlegur í mörgum málum og oft hinn elskulegasti. En um leið og ég vildi hafa eitthvað að segja um stefnu félagsins fann ég fyrir andstöðu. Ég vildi upplýsingar til að leggja fyrir stjórn um fjármál og framkvæmd ýmissa hluta og þetta skapaði togstreitu. Hún varð að lokum til þess að það varð hérumbil ófundarfært í stjórninni, þar sem framkvæmdastjórinn óð uppi með alls kyns áskanir og hafði félagslög að engu.Ég lýsti því þá yfir í bókun að ég gæti ekki undir þessum kringumstæðum tekið ábyrgð á eftirliti með fjárreiðum félagsins eins og stjórn er skylt að gera. Trúnaðarbrestur væri milli mín og framkvæmdastjórans. Stjórnin var hins vegar klofin og vildi leita sátta. Meirihlutinn kallaði eftir upplýsingum sem enn hafa ekki borist þrátt fyrir fullyrðingar um annað.Framkvæmdastjórinn las fá og rýr svör um nokkur atriði varðandi kaup og kjör á skrifstofu félagsins upp á fundi en var gerð grein fyrir því að upplýsingarnar væru ekki fullnægjandi. Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur stutt framkvæmdastjórann dyggilega og sat hjá þegar stjórnin kallaði eftir þessum upplýsingum. Fram kom vilji hjá stjórnarmönnum til að gæta þagmælsku út á við, félagsins vegna, og gerði ég það.Stjórnin beið upplýsinga frá framkvæmdastjóra en í millitíðinni lýsti hann yfir framboði til formennsku og taldi ekki tilefni til að víkja af skrifstofunni meðan hann ræki framboð sitt. Í viðtölum sagði hann pólitík og blaðamennsku ekki eiga saman. Svo er nú það. Hann sá sér leik á borði og hugðist fljóta inn á pólitískri óánægju í þægilegt sæti sem einvaldur á Blaðamannafélaginu.Ég er ekki flokksbundin og hef ekki sóst eftir vegtyllum stjórnmálaflokka. En hér varð hrun, afþví að enginn taldi það hlutverk sitt að gagnrýna og eftirliti var ekki sinnt. Fjölmiðlar sögðu glaðlega frá ársreikningum bankanna korteri fyrir hrun, kynntum af sérfræðingum bankanna með glærusýningum. Mér finnst ekki fara vel á því árið 2010, ef það að biðja um upplýsingar og skrifa ekki upp á óséða hluti, sé að vega að æru manna eins og látið er að liggja í stuðningi við Hjálmar Jónsson.Dreg framboð til bakaÉg hefði viljað halda áfram að vera formaður Blaðamannafélagsins og hrinda í framkvæmd ásamt stjórn, breytingum á rekstri félagsins. Fyrst og fremst hafði ég þó áhuga fyrir faglegu hlutverki þess um tjáningar- og prentfrelsi. Ég hefði viljað vera dæmd af verkum mínum en ekki skoðunum. Sú ósk gekk ekki eftir.Sé Hjálmari Jónssyni alvara með því að framboð hans og herferð gegn mér sé drifin áfram af pólitísku hreinlyndi þá býð ég fram sáttahönd. Ég dreg framboð mitt til baka og óska þess jafnframt að hann sýni það drenglyndi að víkja sem framkvæmdastjóri félagsins ætli hann að vera í stjórn. Ef ekki væri heiðarlegast að auglýstur yrði nýr aðalfundur þar sem fleiri geta gefið kost á sér, nú þegar ljóst er að ég verð ekki í kjöri. Hjálmar Jónsson gæti þá haldið formannsframboði sínu til streitu og lagt það í dóm félagsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ár er síðan ég var kosin formaður Blaðamannafélags Íslands. Hópurinn er breyttur, margir hafa fengið reisupassann á fjölmiðlum eða horfið til annarra starfa. Það eru miklir átakatímar í blaðamennsku eins og öðru. Í fyrra fékk ég óskorað umboð ykkar til að stýra Blaðamannafélaginu, sem ég hef gert eftir bestu getu.Þetta hefur verið viðburðaríkt ár, erfitt og mikil áskorun. Ég hef haldið uppi vörnum fyrir blaðamennsku, sem formaður stéttarfélags og fagfélags. Það hefur ekki verið auðvelt. Oft hefði verið betra fyrir sjálfa mig að taka ekki slaginn.En ég hef gert það, þar sem mér hefur fundist vegið að sjálfstæði okkar, trúverðugleika og vinnuaðstæðum og kjörum.Endurmat blaðamannaVið höfum þurft að takast á við efnahagshrun og sjálfsmynd okkar hefur beðið hnekki. Við blaðamenn höfum þurft endurmeta margt sem brást í samfélaginu og spyrja, átti ég eða minn fjölmiðill einhvern hlut að máli? Á sama tíma blasti við að helstu gerendur í efnahagshruninu áttu og stýrðu fjölmiðlum. Þetta hef ég gagnrýnt og nú er svo komið að þetta er það sem ég er mest gagnrýnd fyrir af ykkur sem kusuð mig til að vera formaður í þessu félagi. Orð mín um að eignarhald þessara fjölmiðla skaði trúverðugleika eru sögð hafa vakið reiði meðal blaðamanna á 365.Ég var rekin af Morgunblaðinu ásamt fjölda annarra blaðamanna, eftir að Davíð Oddsson tók við ritstjórn. Ég hef gagnrýnt ritstjóraskiptin harðlega, ekki síst með tilliti til uppgjörsins eftir bankahrunið. Margir blaðamenn á Morgunblaðinu eru ekki sammála mér um það. Gott og vel, en ég tel að formaður Blaðamannafélags sem ekki hefði tjáð sig í slíku máli væri ekki formennskunnar verður.Dæmd og léttvæg fundinÉg tók að mér að ritstýra vefritinu Smugunni frá í mars. Þetta gefur framkvæmdastjóri félagsins upp sem ástæðu til að fara fram gegn mér þar sem flokkspólitík og blaðamennska fari ekki saman. Það fer vel á því að eini maðurinn í félaginu sem þarf ekki bera kinnroða fyrir eignarhaldið er í vinnu hjá félaginu sjálfu. Ég er semsagt dæmd og léttvæg fundin vegna eignarhalds á litlum vefmiðli, sem er umræðuvettvangur fyrir vinstri menn, á sama tíma og ég er gagnrýnd fyrir að hafa efasemdir um að helstu gerendur efnahagshrunsins séu þeir réttu til að eiga fjölmiðlana sem gera upp þennan kafla Íslandssögunnar.Ég stend hér ekki í neinni málsvörn. Ég ætla ekki að segja ykkur ósatt. Ég myndi gera þetta aftur. Ef þið vilduð formann sem telur það ekki hlutverk formannsins að gagnrýna slíka hluti þá hefðuð þið aldrei átt að kjósa mig. Svo einfalt er það. Blaðamenn eru ekki leikskólabörn. Ég hef unnið með mörgu afbragðs fólki í blaðamennsku með mismunandi skoðanir á þjóðmálum. Og góðir blaðamenn hafa oftast sterka réttlætiskennd og áhuga á stjórnmálum. Það leiðir af starfinu og ræður líka stundum starfsvalinu. Það er hræsni að ganga um og halda að blaðamenn séu faglegri eða heiðarlegri ef þeir hafa ekki skoðanir. Og ég tek ekki þátt í því.Naut ekki stuðnings framkvæmdastjóraMér varð snemma ljóst að ég nyti ekki stuðnings Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra. Mér fannst það erfitt því formaður er í öðru starfi líka og þarf að reiða sig á framkvæmdastjórann um allt sem fram fer í félaginu og upplýsingar um framkvæmd allra hluta. Hjálmar var liðlegur í mörgum málum og oft hinn elskulegasti. En um leið og ég vildi hafa eitthvað að segja um stefnu félagsins fann ég fyrir andstöðu. Ég vildi upplýsingar til að leggja fyrir stjórn um fjármál og framkvæmd ýmissa hluta og þetta skapaði togstreitu. Hún varð að lokum til þess að það varð hérumbil ófundarfært í stjórninni, þar sem framkvæmdastjórinn óð uppi með alls kyns áskanir og hafði félagslög að engu.Ég lýsti því þá yfir í bókun að ég gæti ekki undir þessum kringumstæðum tekið ábyrgð á eftirliti með fjárreiðum félagsins eins og stjórn er skylt að gera. Trúnaðarbrestur væri milli mín og framkvæmdastjórans. Stjórnin var hins vegar klofin og vildi leita sátta. Meirihlutinn kallaði eftir upplýsingum sem enn hafa ekki borist þrátt fyrir fullyrðingar um annað.Framkvæmdastjórinn las fá og rýr svör um nokkur atriði varðandi kaup og kjör á skrifstofu félagsins upp á fundi en var gerð grein fyrir því að upplýsingarnar væru ekki fullnægjandi. Sigurður Már Jónsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur stutt framkvæmdastjórann dyggilega og sat hjá þegar stjórnin kallaði eftir þessum upplýsingum. Fram kom vilji hjá stjórnarmönnum til að gæta þagmælsku út á við, félagsins vegna, og gerði ég það.Stjórnin beið upplýsinga frá framkvæmdastjóra en í millitíðinni lýsti hann yfir framboði til formennsku og taldi ekki tilefni til að víkja af skrifstofunni meðan hann ræki framboð sitt. Í viðtölum sagði hann pólitík og blaðamennsku ekki eiga saman. Svo er nú það. Hann sá sér leik á borði og hugðist fljóta inn á pólitískri óánægju í þægilegt sæti sem einvaldur á Blaðamannafélaginu.Ég er ekki flokksbundin og hef ekki sóst eftir vegtyllum stjórnmálaflokka. En hér varð hrun, afþví að enginn taldi það hlutverk sitt að gagnrýna og eftirliti var ekki sinnt. Fjölmiðlar sögðu glaðlega frá ársreikningum bankanna korteri fyrir hrun, kynntum af sérfræðingum bankanna með glærusýningum. Mér finnst ekki fara vel á því árið 2010, ef það að biðja um upplýsingar og skrifa ekki upp á óséða hluti, sé að vega að æru manna eins og látið er að liggja í stuðningi við Hjálmar Jónsson.Dreg framboð til bakaÉg hefði viljað halda áfram að vera formaður Blaðamannafélagsins og hrinda í framkvæmd ásamt stjórn, breytingum á rekstri félagsins. Fyrst og fremst hafði ég þó áhuga fyrir faglegu hlutverki þess um tjáningar- og prentfrelsi. Ég hefði viljað vera dæmd af verkum mínum en ekki skoðunum. Sú ósk gekk ekki eftir.Sé Hjálmari Jónssyni alvara með því að framboð hans og herferð gegn mér sé drifin áfram af pólitísku hreinlyndi þá býð ég fram sáttahönd. Ég dreg framboð mitt til baka og óska þess jafnframt að hann sýni það drenglyndi að víkja sem framkvæmdastjóri félagsins ætli hann að vera í stjórn. Ef ekki væri heiðarlegast að auglýstur yrði nýr aðalfundur þar sem fleiri geta gefið kost á sér, nú þegar ljóst er að ég verð ekki í kjöri. Hjálmar Jónsson gæti þá haldið formannsframboði sínu til streitu og lagt það í dóm félagsmanna.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun