Phoenix setti félagsmet 27. janúar 2007 12:15 Steve Nash og Raja Bell, tveir bestu leikmenn Phoenix í nótt, ræðast hér við. MYND/Getty Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Phoenix setti nýtt félagsmet í nótt með 16. sigri sínum í röð í NBA-deildinni. Það var Milwaukee sem lá í valnum í nótt, en allir byrjunarliðsleikmenn Phoenix í leiknum skoruðu yfir 10 stig. Shaquille O´Neal byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Miami í langan tíma, en hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir á lið sitt. 98-90 sigur Phoenix á Milwaukee var í raun aldrei í hættu því um leið og leikmenn Milwaukee gerðu sig líklega til að komast inn í leikinn bættu leikmenn Phoenix á bensíngjöfina og juku við forskotið. Pheonix hefur nú unnið 32 af síðustu 34 leikjum sínum. Raja Bell var stigahæstur liðsins í nótt með 27 stig. Miami sótti ekki gull í greipar í heimsókn sinni til New York, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal hafi verið í byrjunarliði meistaranna eftir að hafa átt við meiðsli að stríða síðustu vikur og mánuði. Hann réð ekkert við Jamal Crawford hjá New York í leiknum, sem skoraði alls 52 stig - það mesta sem hann hefur skorað á sínum ferli. Lokatölur urðu 116-96 fyrir New York. Dwane Wade gerði það sem hann gat fyrir Miami og skoraði 37 stig. Atlanta lagði Orlando af velli, 93-90. Joe Johnson átti stórleik fyrir Atlanta og skoraði 39 stig en hjá Orlando var Juwan Howard atkvæðamestur með 19 stig. Cleveland vann Philadelphia 105-99, þrátt fyrir að spila án LeBron James sem er meiddur. Drew Gooden skoraði 21 stig fyrir Cleveland, sem vann upp 17 stiga forystu Philadelphia í síðari hálfleik. Toronto vann sigur á Boston á heimavelli sínum, 96-90. Chris Bosh skoraði 26 stig fyrir Toronto en Richard Jefferson skoraði 20 stig fyrir Boston. Antawn Jamison skoraði 35 stig fyrir Washington sem vann nauman en góðan sigur á Detroit, 99-96. Richard Hamilton skoraði 27 stig fyrir Detroit. San Antonio átti ekki í erfiðleikum með Memphis og sigraði með 112 stigum gegn 96. Tim Duncan skoraði 26 stig. Houston burstaði Portland með 30 stiga mun, 99-69, þar sem Tracy McGrady skoraði 28 stig. 37 stig frá Carmelo Anthony dugðu ekki til fyrir Denver þegar Utah kom í heimsókn, því gestirnir fóru með 116-111 sigur af hólmi. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utan með 25 stig. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Charlotte 106-97 eftir framlengdan leik. Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers en Matt Carroll var með 24 fyrir Charlotte. Þá vann Seattle Minnesota 102-100 þar sem Ray Allen skoraði 36 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum