Íslensku félögin bera af Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar 1. ágúst 2007 03:30 Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum. Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Exista, Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás eru í algjörum sérflokki þegar gengishækkanir tuttugu stærstu fjármálafyrirtækja Norðurlanda á árinu eru skoðaðar. Íslensku fyrirtækin fimm hafa öll hækkað um fimmtung eða meira það sem af er ári en aðeins tvö önnur fyrirtæki eru upp um tíu prósent frá ársbyrjun. Exista leiðir þau félög sem hafa hækkað hvað mest á árinu, um 67 prósent við lokun markaða á mánudaginn. Landsbankinn og Kaupþing komu þar á eftir með tæplega helmingshækkun. Góð uppgjör hjá bönkunum og væntingar um frekari yfirtökur skýra miklar hækkanir á íslenskum félögunum á þessu ári að mati Hermanns Þórissonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. „Aðstæður á markaði hafa hjálpað til, fjármögnun bankanna er ódýrari og þeim gengur vel að fjármagna sig í skuldabréfum og innlánum. Í upphafi árs voru einnig klárlega tækifæri á markaðnum að okkar mati.“ Þrjú íslensk fyrirtæki eru í hópi tíu verðmætustu fjármálafyrirtækja Norðurlanda. Kaupþing er það langverðmætasta, metið á rúma 900 milljarða króna, en Glitnir og Landsbankinn koma þar á eftir og Exista situr í ellefta sæti. Áhrif Íslendinga á þessum lista eru meiri en sem nemur eignarhlut þeirra í íslensku fyrirtækjunum því fyrir ofan Kaupþing situr Sampo Group í Finnlandi sem er að fimmtungshluta í eigu Existu. Exista á tæpan fjórðung í Kaupþingi sem á fimmtungshlut í Storebrand í Noregi, fimmtánda verðmætasta félaginu. Ekkert norrænt fjármálafyrirtæki hefur vaxið meira að verðmæti en Kaupþing. Frá áramótum hefur verðmæti félagsins aukist um hvorki meira né minna en 280 milljarða króna. Citigroup metur hlutinn í Kaupþingi á 1.500 krónur og miðað við það mat er Kaupþing á við verga landsframleiðslu Íslands á síðasta ári sem var yfir 1.100 milljarðar. Hermann segir erfitt að áætla hversu mikið bankarnir geti vaxið. Það fer eftir því hversu vel stefna stjórnenda gengur eftir og hversu gott aðgengi fyrirtækið hefur að viðbótar eigið fé. „Það er greinilegt að Kaupþing er farið að banka upp í stærðina á DnbNor [stærsta banka Noregs].“ Hann bendir einnig á að krónan hafi styrkst mikið á árinu þannig að öll íslensku fyrirtækin verða verðmætari í erlendum myntum fyrir vikið. Ef hún hins vegar veikist dregur úr virði fyrirtækjanna í erlendri mynt. Nordea ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir önnur norræn fjármálafyrirtæki. Það er metið á 2.540 milljarða sem er meira en samanlagt heildarvirði íslensku fyrirtækjanna á listanum.
Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira