Ekki mesta hætta á vopnuðum árásum 4. nóvember 2006 19:00 Alyson Balies, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. MYND/Vilhelm Gunnarsson Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála. Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða. Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag. Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Yfirmaður friðarrannsóknarstofnunarinnar í Stokkhólmi segir að í stað þess að hugsa um hvað geti komið í staðinn fyrir samstarf Íslendinga við Bandaríkjamenn í varnarmálum eigi að leita leiða til að styrkja það. Hún segir öryggisógnir gagnvart Íslandi síður tengdar vopnbeitingu en frekar vera á sviði efnahags- og umhverfismála. Það var Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, sem efni til málþingsins í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskriftin var: Tímamót: Valkostir Íslands í öryggis- og varnarmálum. Meðal fyrirlesara var Alyson Bailes, yfirmaður Friðarrannsóknarstofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi. Bailes telur að frekar en að spyrja hvað geti komið í staðinn fyrir varnarsamvinnu við Bandaríkjamenn eigi að finna leiðir til að styrkja það í gegnum samvinnu á öðrum vettvangi samhliða. Hvað ógnir gagnvart Íslandi varðar segir Alyson vitað að afar lítil hætta sér á innrás herja í öryggissamfélagi nútímans en það þýði þó ekki steðji hætta af vopnuðum mönnum, hryðjuverkamönnum eða skemmdarvörgum. Hún telur þó vopnaða árás ekki mestu hættuna nú, og jafnvel í raun tiltölulega litla. Hún telur þó að eins og allir Evrópubúar, og reyndar íbúar Norður-Ameríku, standi Íslendingar frammi fyrir hugsanlegum vandræðum varðandi lög og reglu og öryggi innanlands. Það séu vandamál varðandi innflytjendur og landamæraeftirlit. Það þurfi að gæta þess að fást við það á jákvæðan hátt, án þess að skaða öryggishagsmunina. Það séu og vandamál hvað varði orkuöryggi, kannski ekki svo mjög gagnvart Íslendingum sjálfum heldur að því er snýr að vinum og bandamönnum þeirra og birgðasölum. Svo sé ógn tengd efnahagslegt öryggi. Sumar hliðar íslensks efnahagslífs séu mjög berskjaldaðar fyrir erlendum áhrifum eins og hafi sést í nýlegri fjármálakreppu. Síðast en ekki síst sé það umhverfi og loftslag. Alyson Bailes segir ekkert athugavert við það að leynd hvíli yfir varnaráætlun Bandaríkjamanna hvað Ísland varði, en sú staðreynd var rædd á málþinginu í dag. Hún segir það ekki ósvipað því sem gerist í öðrum löndum. Ætla megi að í áætluninni sé gert ráð fyrir liðsflutningum og aðgerðum ef hættuástand skapist.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira