Árangur lyfjaeftirlits á Íslandi 24. nóvember 2006 05:45 Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins 18. nóvember síðastliðinn um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem var sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda í hverri keppni er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitness mótin á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Það starf sem IFBB hefur unnið að eigin frumkvæði hérna á Íslandi síðustu ár tengt lyfjaeftirliti á keppendum á mótum sínum er mjög gott og hefur borið sýnilegan árangur í baráttu við notkun ólöglegra árangursbætandi efna innan þeirra raða og væri vonandi að aðrar líkamsræktargreinar og keppnishaldarar í landinu tækju þá til fyrirmyndar og hefðu virkt eftirlit í sínum greinum. IFBB er aðili að samkomulagi Alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar (WADA) og sem slíkt framkvæmir það reglulegt lyfjaeftirlit á sínu íþróttafólki. Þótt IFBB á Íslandi sé ekki aðili að ÍSÍ þá hefur það sjálft séð um kostun lyfjaeftirlitsins á sínum mótum ásamt framlagi frá ÍSÍ að hluta. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hefur lyfja-eftirlit í íþróttum á Íslandi á vegum ÍSÍ aukist verulega og reynt hefur verið að gera starfið sýnilegra. Þessi þróun heldur áfram og er ég í engum vafa um að þetta starf eigi eftir að skila sér vel á næstu árum. Íþróttafólk fagnar þessu því með þessu er stuðlað að því að standa vörð um jafnréttisgrundvöllinn í íþróttum og einnig tækifæri fyrir íþróttamenn sem lenda í umtali að hreinsa sig af gróusögum. Notkun ólöglegra árangursbætandi efna er hinsvegar ekki bundin við skipulagða íþróttaiðkun og það þarf einnig að sporna við almennri notkun með aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í samfélaginu. Höfundur er formaður Lyfjaráðs ÍSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins 18. nóvember síðastliðinn um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem var sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda í hverri keppni er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitness mótin á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Það starf sem IFBB hefur unnið að eigin frumkvæði hérna á Íslandi síðustu ár tengt lyfjaeftirliti á keppendum á mótum sínum er mjög gott og hefur borið sýnilegan árangur í baráttu við notkun ólöglegra árangursbætandi efna innan þeirra raða og væri vonandi að aðrar líkamsræktargreinar og keppnishaldarar í landinu tækju þá til fyrirmyndar og hefðu virkt eftirlit í sínum greinum. IFBB er aðili að samkomulagi Alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar (WADA) og sem slíkt framkvæmir það reglulegt lyfjaeftirlit á sínu íþróttafólki. Þótt IFBB á Íslandi sé ekki aðili að ÍSÍ þá hefur það sjálft séð um kostun lyfjaeftirlitsins á sínum mótum ásamt framlagi frá ÍSÍ að hluta. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hefur lyfja-eftirlit í íþróttum á Íslandi á vegum ÍSÍ aukist verulega og reynt hefur verið að gera starfið sýnilegra. Þessi þróun heldur áfram og er ég í engum vafa um að þetta starf eigi eftir að skila sér vel á næstu árum. Íþróttafólk fagnar þessu því með þessu er stuðlað að því að standa vörð um jafnréttisgrundvöllinn í íþróttum og einnig tækifæri fyrir íþróttamenn sem lenda í umtali að hreinsa sig af gróusögum. Notkun ólöglegra árangursbætandi efna er hinsvegar ekki bundin við skipulagða íþróttaiðkun og það þarf einnig að sporna við almennri notkun með aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í samfélaginu. Höfundur er formaður Lyfjaráðs ÍSÍ.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun