Árangur lyfjaeftirlits á Íslandi 24. nóvember 2006 05:45 Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins 18. nóvember síðastliðinn um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem var sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda í hverri keppni er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitness mótin á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Það starf sem IFBB hefur unnið að eigin frumkvæði hérna á Íslandi síðustu ár tengt lyfjaeftirliti á keppendum á mótum sínum er mjög gott og hefur borið sýnilegan árangur í baráttu við notkun ólöglegra árangursbætandi efna innan þeirra raða og væri vonandi að aðrar líkamsræktargreinar og keppnishaldarar í landinu tækju þá til fyrirmyndar og hefðu virkt eftirlit í sínum greinum. IFBB er aðili að samkomulagi Alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar (WADA) og sem slíkt framkvæmir það reglulegt lyfjaeftirlit á sínu íþróttafólki. Þótt IFBB á Íslandi sé ekki aðili að ÍSÍ þá hefur það sjálft séð um kostun lyfjaeftirlitsins á sínum mótum ásamt framlagi frá ÍSÍ að hluta. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hefur lyfja-eftirlit í íþróttum á Íslandi á vegum ÍSÍ aukist verulega og reynt hefur verið að gera starfið sýnilegra. Þessi þróun heldur áfram og er ég í engum vafa um að þetta starf eigi eftir að skila sér vel á næstu árum. Íþróttafólk fagnar þessu því með þessu er stuðlað að því að standa vörð um jafnréttisgrundvöllinn í íþróttum og einnig tækifæri fyrir íþróttamenn sem lenda í umtali að hreinsa sig af gróusögum. Notkun ólöglegra árangursbætandi efna er hinsvegar ekki bundin við skipulagða íþróttaiðkun og það þarf einnig að sporna við almennri notkun með aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í samfélaginu. Höfundur er formaður Lyfjaráðs ÍSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að koma á framfæri leiðréttingu og athugasemd vegna fréttar Fréttablaðsins 18. nóvember síðastliðinn um steranotkun í fitness. Þar er ranglega haft eftir mér um að 60% iðkenda í fitness falli á lyfjaprófum í keppni, það sem var sagt var að um 60% fall væri í prófum í fitness keppni og þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda í hverri keppni er prófaður er ekki hægt að heimfæra þá tölu upp á heildina. Eftir þessa fullyrðingu hefur mér hinsvegar orðið ljóst að þarna hef ég farið ranglega með tölur sem er verulega óheppilegt og setur rangan stimpil á stóran hóp íþróttafólks sem stundar fitness á Íslandi. En Alþjóðasamband líkamsræktarmanna (IFBB) á Íslandi, sem heldur flest fitness mótin á Íslandi hefur reglulega fengið lyfjaeftirlit á mótum sínum síðan árið 2000 og þar hefur fall ekki verið nálægt því að vera 60%. Það starf sem IFBB hefur unnið að eigin frumkvæði hérna á Íslandi síðustu ár tengt lyfjaeftirliti á keppendum á mótum sínum er mjög gott og hefur borið sýnilegan árangur í baráttu við notkun ólöglegra árangursbætandi efna innan þeirra raða og væri vonandi að aðrar líkamsræktargreinar og keppnishaldarar í landinu tækju þá til fyrirmyndar og hefðu virkt eftirlit í sínum greinum. IFBB er aðili að samkomulagi Alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar (WADA) og sem slíkt framkvæmir það reglulegt lyfjaeftirlit á sínu íþróttafólki. Þótt IFBB á Íslandi sé ekki aðili að ÍSÍ þá hefur það sjálft séð um kostun lyfjaeftirlitsins á sínum mótum ásamt framlagi frá ÍSÍ að hluta. Ég vil því biðja forsvarsmenn IFBB á Íslandi afsökunar á þessari rangfærslu hjá mér og vona að samstarf okkar við þá verði gott hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hefur lyfja-eftirlit í íþróttum á Íslandi á vegum ÍSÍ aukist verulega og reynt hefur verið að gera starfið sýnilegra. Þessi þróun heldur áfram og er ég í engum vafa um að þetta starf eigi eftir að skila sér vel á næstu árum. Íþróttafólk fagnar þessu því með þessu er stuðlað að því að standa vörð um jafnréttisgrundvöllinn í íþróttum og einnig tækifæri fyrir íþróttamenn sem lenda í umtali að hreinsa sig af gróusögum. Notkun ólöglegra árangursbætandi efna er hinsvegar ekki bundin við skipulagða íþróttaiðkun og það þarf einnig að sporna við almennri notkun með aukinni fræðslu og forvarnarstarfi í samfélaginu. Höfundur er formaður Lyfjaráðs ÍSÍ.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun