Einstök menntasókn – Ranghugmyndir menntamálaráðherra. 20. nóvember 2006 05:00 Garðar Stefánsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, svarar grein Þorgaerðar Katrínar. Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-40 ára sem stunda háskólanám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, samanborið við hin Norðurlöndin. Ég vitna í grein Þorgerðar: „Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfallslega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum." Þorgerður Katrín bendir réttilega á að námslán íslenskra námsmanna eru hærri en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir" Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórnvalda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mánuði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að námslánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Danmörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráðherra benti á, veita Íslendingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira.Verðlagsástand og verðbólgaVerðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun 9. og 10.maí síðastliðinn á vöruverði undirstöðumatvara í höfuðborgum Norðurlandanna. Í matarkörfunni voru vörur á borð við smjör, ost, og aðrar mjólkurvörur, kjöt, brauð, grænmeti, ávexti og egg. Við Íslendingar erum þar Norðurlandameistarar í háu verði á matvöru og kostar matarkarfan hér ríflega 4.787 krónur, Noregur fylgir fast á eftir með 4.613 krónur og í endann fylgja Danmörk, Finnland og Svíþjóð með matarkörfu á bilinu 2.500-3.100 krónur.Samkvæmt bæklingi Hagstofunnar „Ísland í tölum 2005-2006" vegur kostnaður vegna matar og húsnæðis hæst af neysluútgjöldum heimilanna, eða um 40%. Ég tek það þó fram að námsmenn eru ekki flokkaðir sem heimili og þurfa því að standa straum af hærri kostnaði vegna sömu útgjaldaliða.Íslendingar eru ekki aðeins Norðurlandameistarar í matvöruverði heldur erum við heimsmeistarar. Við erum einnig eina landið í heiminum sem státar af því að hafa verðtryggð námslán.Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í rauninni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgustig, lánskerfið á Norðurlöndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%-3,5% raunvöxtum.Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Námslánin eru því ekki á viðunandi kjörum fyrir námsmenn.Á Íslandi er raunveruleg framfærsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyfinganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga námslánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Námslánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér í framfærslumálum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Garðar Stefánsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, svarar grein Þorgaerðar Katrínar. Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-40 ára sem stunda háskólanám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, samanborið við hin Norðurlöndin. Ég vitna í grein Þorgerðar: „Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfallslega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum." Þorgerður Katrín bendir réttilega á að námslán íslenskra námsmanna eru hærri en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir" Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórnvalda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mánuði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að námslánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Danmörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráðherra benti á, veita Íslendingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira.Verðlagsástand og verðbólgaVerðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun 9. og 10.maí síðastliðinn á vöruverði undirstöðumatvara í höfuðborgum Norðurlandanna. Í matarkörfunni voru vörur á borð við smjör, ost, og aðrar mjólkurvörur, kjöt, brauð, grænmeti, ávexti og egg. Við Íslendingar erum þar Norðurlandameistarar í háu verði á matvöru og kostar matarkarfan hér ríflega 4.787 krónur, Noregur fylgir fast á eftir með 4.613 krónur og í endann fylgja Danmörk, Finnland og Svíþjóð með matarkörfu á bilinu 2.500-3.100 krónur.Samkvæmt bæklingi Hagstofunnar „Ísland í tölum 2005-2006" vegur kostnaður vegna matar og húsnæðis hæst af neysluútgjöldum heimilanna, eða um 40%. Ég tek það þó fram að námsmenn eru ekki flokkaðir sem heimili og þurfa því að standa straum af hærri kostnaði vegna sömu útgjaldaliða.Íslendingar eru ekki aðeins Norðurlandameistarar í matvöruverði heldur erum við heimsmeistarar. Við erum einnig eina landið í heiminum sem státar af því að hafa verðtryggð námslán.Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í rauninni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgustig, lánskerfið á Norðurlöndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%-3,5% raunvöxtum.Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Námslánin eru því ekki á viðunandi kjörum fyrir námsmenn.Á Íslandi er raunveruleg framfærsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyfinganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga námslánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Námslánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér í framfærslumálum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar