Einstök menntasókn – Ranghugmyndir menntamálaráðherra. 20. nóvember 2006 05:00 Garðar Stefánsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, svarar grein Þorgaerðar Katrínar. Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-40 ára sem stunda háskólanám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, samanborið við hin Norðurlöndin. Ég vitna í grein Þorgerðar: „Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfallslega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum." Þorgerður Katrín bendir réttilega á að námslán íslenskra námsmanna eru hærri en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir" Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórnvalda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mánuði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að námslánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Danmörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráðherra benti á, veita Íslendingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira.Verðlagsástand og verðbólgaVerðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun 9. og 10.maí síðastliðinn á vöruverði undirstöðumatvara í höfuðborgum Norðurlandanna. Í matarkörfunni voru vörur á borð við smjör, ost, og aðrar mjólkurvörur, kjöt, brauð, grænmeti, ávexti og egg. Við Íslendingar erum þar Norðurlandameistarar í háu verði á matvöru og kostar matarkarfan hér ríflega 4.787 krónur, Noregur fylgir fast á eftir með 4.613 krónur og í endann fylgja Danmörk, Finnland og Svíþjóð með matarkörfu á bilinu 2.500-3.100 krónur.Samkvæmt bæklingi Hagstofunnar „Ísland í tölum 2005-2006" vegur kostnaður vegna matar og húsnæðis hæst af neysluútgjöldum heimilanna, eða um 40%. Ég tek það þó fram að námsmenn eru ekki flokkaðir sem heimili og þurfa því að standa straum af hærri kostnaði vegna sömu útgjaldaliða.Íslendingar eru ekki aðeins Norðurlandameistarar í matvöruverði heldur erum við heimsmeistarar. Við erum einnig eina landið í heiminum sem státar af því að hafa verðtryggð námslán.Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í rauninni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgustig, lánskerfið á Norðurlöndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%-3,5% raunvöxtum.Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Námslánin eru því ekki á viðunandi kjörum fyrir námsmenn.Á Íslandi er raunveruleg framfærsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyfinganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga námslánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Námslánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér í framfærslumálum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Garðar Stefánsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ, svarar grein Þorgaerðar Katrínar. Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-40 ára sem stunda háskólanám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, samanborið við hin Norðurlöndin. Ég vitna í grein Þorgerðar: „Þegar norrænu hagtölurnar eru skoðaðar sést einnig að hlutfallslega margir Íslendingar stunda nám utan heimalandsins og íslensku námslánin eru hærri en gengur og gerist annars staðar á Norðurlöndunum." Þorgerður Katrín bendir réttilega á að námslán íslenskra námsmanna eru hærri en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir" Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórnvalda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mánuði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að námslánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Danmörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráðherra benti á, veita Íslendingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira.Verðlagsástand og verðbólgaVerðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnun 9. og 10.maí síðastliðinn á vöruverði undirstöðumatvara í höfuðborgum Norðurlandanna. Í matarkörfunni voru vörur á borð við smjör, ost, og aðrar mjólkurvörur, kjöt, brauð, grænmeti, ávexti og egg. Við Íslendingar erum þar Norðurlandameistarar í háu verði á matvöru og kostar matarkarfan hér ríflega 4.787 krónur, Noregur fylgir fast á eftir með 4.613 krónur og í endann fylgja Danmörk, Finnland og Svíþjóð með matarkörfu á bilinu 2.500-3.100 krónur.Samkvæmt bæklingi Hagstofunnar „Ísland í tölum 2005-2006" vegur kostnaður vegna matar og húsnæðis hæst af neysluútgjöldum heimilanna, eða um 40%. Ég tek það þó fram að námsmenn eru ekki flokkaðir sem heimili og þurfa því að standa straum af hærri kostnaði vegna sömu útgjaldaliða.Íslendingar eru ekki aðeins Norðurlandameistarar í matvöruverði heldur erum við heimsmeistarar. Við erum einnig eina landið í heiminum sem státar af því að hafa verðtryggð námslán.Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í rauninni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgustig, lánskerfið á Norðurlöndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%-3,5% raunvöxtum.Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Námslánin eru því ekki á viðunandi kjörum fyrir námsmenn.Á Íslandi er raunveruleg framfærsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyfinganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga námslánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Námslánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér í framfærslumálum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun