Sjóræningjaveiðar gerðar ómögulegar 4. nóvember 2006 07:45 „Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað." Innlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Það blasir við að ólöglegar veiðar eru orðnar þeim sem þær stunda dýrkeyptari en áður. Og við sjáum að sífellt fleirum er að verða það ljóst að það getur einnig verið dýrkeypt að eiga viðskipti við þá sem stunda ólöglegar veiðar," segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Fjögur ráðuneyti undir forystu sjávarútvegsráðuneytisins vinna nú að því að yfirfara íslenskt lagaumhverfi og möguleika á því að herða á lögum og reglum sem snúa að sjóræningjaskipum og þeim aðilum sem tengjast sjóræningjaveiðum. Einar vonast til að búið verði að samþykkja þær lagabreytingar sem nauðsynlegar eru áður en yfirstandandi þingi lýkur. „Lögin munu eiga við um skip sem eru að veiða ólöglega á Reykjaneshrygg og útgerðum þeirra. Við höfum heilmikil úrræði í núgildandi lögum en teljum að herða þurfi þau enn þá meira. Allt lýtur þetta að sama markmiði sem er að gera þessar veiðar óbærilegar fyrir þá sem eru að stunda þetta ólöglega athæfi." Ísland er aðili að Norðaustur-Atlantshafs-fiskveiðinefndinni, NEAFC, sem fer með stjórn fiskveiða á Reykjaneshryggnum á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans. Íslendingar hafa haft forystu um þessi mál á alþjóðlegum vettvangi og beitt sér hart innan NEAFC að sögn Einars. Þær aðgerðir hafi skilað heilmiklum árangri og gott dæmi séu hremmingar skipsins Polestar sem flutti ólöglegan afla af Reykjaneshrygg í haust. „Vegna afskipta okkar tókst að koma í veg fyrir að minnsta kosti þrjár tilraunir Polestar til að landa aflanum þó að að lokum hafi þeim tekist að landa þessu í Hong Kong með miklum kostnaði og fyrirhöfn." Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær var Landsbankinn skráður eigandi þess afla þar sem bankinn hafði veitt kaupanda aflans afurðalán. Þegar í ljós kom að um ólöglegan afla var að ræða breytti bankinn afurðalánasamningi sínum á þann veg að verði viðskiptavinur uppvís að tengslum við ólöglegar veiðar þá verður samningnum rift, að því gefnu að honum hafi verið kunnugt um þær. Einar segir frumkvæði Íslands og gott samstarf við Landsbankann hafa gert það að verkum að möguleikar til sjóræningjaveiða séu að þrengjast. „Æ fleirum er að verða ljós alvara málsins. Og ég er sannfærður um að útgerð Polestar hefur lært sína lexíu og haft af því mikinn kostnað."
Innlent Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira