Ökuníðingar hljóta mun þyngri refsingar 3. nóvember 2006 06:15 Einar Magnús Magnússon Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði. Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði.
Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira