Klámvæðing er ein orsök nauðgananna 2. nóvember 2006 07:00 Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi. Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi.
Innlent Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira