Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið 23. september 2006 07:45 Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur.
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira