Pistons með áttunda sigurinn í röð 16. nóvember 2005 16:30 Chauncey Billups og félagar í Detroit eru á mikilli siglingu í upphafi leiktíðar og hafa unnið átta fyrstu leiki sína NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira