San Antonio þurfti framlengingu í Chicago 8. nóvember 2005 12:30 Tim Duncan var að venju góður í liði San Antonio, skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira