Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi 24. júlí 2005 00:01 Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira