„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2025 11:32 Fyrirliðinn Millie Bright fagnar sjötta titli Chelsea í röð. Morgan Harlow/Getty Images Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína. Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Sonia Bompastor tók við stjórn Chelsea síðasta sumar eftir að Emma Hayes ákvað að færa sig til Bandaríkjanna og gerast landsliðsþjálfari. Efstu deild kvenna lauk í gær og þar með varð ljóst að Chelsea hefði farið taplaust í gegnum tímabilið. Áður en tímabilið fór af stað var reiknað með að Arsenal, Manchester City og jafnvel Man United gætu veitt Chelsea verðuga samkeppni. Það reyndist þó ekki raunin þar sem Chelsea er án efa langbesta lið Englands. Chelsea fékk 60 stig í 22 leikjum. Þar á eftir kom Arsenal með 48 stig, Man United með 44 stig og Man City með 43 stig. An invincible 22-game season ends with the #WSL trophy staying at Stamford Bridge. 🏆 pic.twitter.com/BrgJhNO5hO— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 10, 2025 Eins ótrúlegt og það hljómar hefur Bompastor gert Chelsea enn betra. Sem er magnað þar sem leikmenn á borð við stjörnuframherjann Sam Kerr hafa verið frá keppni lungann af tímabilinu. Ábyrgðinni hefur hins vegar verið dreift. Það er einn af helstu styrkleikum Bompastor, hún treystir leikmannahópi sínum. „Ég hef sagt leikmönnunum mínum að þær munu hafa mismunandi hlutverk,“ sagði Bompastor eftir endurkomu Chelsea gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í mars. „Stundum munu þær byrja leiki, stundum munu þær ekki vera í leikmannahópnum og stundum munu þær skera úr um hver vinnur leikinn. Sama hvað, sama hvert hlutverkið er þá eru þær hér til að hjálpa liðinu. Þetta snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman.“ Chelsea vann efstu deild Englands með yfirburðum, sigraði Man City í úrslitum deildarbikarsins og mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Í Meistaradeildinni féll liðið úr leik í undanúrslitum eftir 8-2 tap samanlagt gegn ríkjandi Evrópumeisturum Barcelona.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira