Phoenix 2 - Dallas 2 16. maí 2005 00:01 Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák). NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Sjá meira
Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Steve Nash nýtti sér vel hve mikla áherslu fyrrum félagar hans í Dallas lögðu á að stöðva Stoudemire í leiknum í nótt og skoraði hvorki meira né minna en 48 stig. Nash hitti úr 20 af 28 skotum sínum, sem hann fékk að taka nokkuð óáreittur vegna stífra tvídekkana á Stoudemire, en það var einfaldlega ekki nóg. Á meðan Phoenix saknaði Joe Johnson sárlega og fékk litla sem enga hjálp frá varamannabekk sínum, voru lykilmenn Dallas í góðu stuði með Josh Howard fremstan í flokki. Howard skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst og Dirk Nowitzki fór loksins að hitta almennilega og gerði 25 stig. "Ég reyndi að gera þeim lífið leitt og refsa þeim fyrir að leika þessa nýju leikaðferð, en það var bara ekki nóg. Þeir voru grimmari og börðust betur en við," sagði Nash, sem hefur aldrei skorað meira á ferlinum. Hann var aðeins með 5 stoðsendingar í leiknum, sem er langt frá hans meðaltali og tapaði boltanum auk þess níu sinnum. Hinn mjög svo mistæki Eric Dampier hjá Dallas lék vel í nótt og virðist ekki ná sér á strik í leikjum nema hálft liðið sé búið að rakka hann niður fyrirfram. "Þegar allir segja að þú sért veikasti hlekkurinn í liðinu, er góður tími til að fara út og afsanna það," sagði Avery Johnson um miðherja sinn. Atkvæðamestir í liði Dallas:Josh Howard 29 stig (10 frák), Dirk Nowitzki 25 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 22 stig (7 frák), Eric Dampier 13 stig (11 frák), Michael Finley 9 stig, Marquis Daniels 9 stig, Jason Terry 7 stig (8 stoðs).Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 48 stig (5 stoðs, 5 frák, 9 tapaðir boltar), Shawn Marion 19 stig (12 frák), Amare Stoudemire 15 stig, Quentin Richardson 13 stig (7 frák), Jimmy Jackson 11 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Sjá meira