Golf

Munkur slær í gegn á Opna breska

Siggeir Ævarsson skrifar
Sadom Kaewkanjana frá Tælandi er þremur undir pari eftir fyrsta daginn á Opna breska
Sadom Kaewkanjana frá Tælandi er þremur undir pari eftir fyrsta daginn á Opna breska Vísir/Getty

Eftir fyrsta daginn á Opna breska meistaramótinu í golfi er nafn ofarlega á lista yfir efstu menn sem fáir kannast við. Sadom Kaewkanjana er nafnið en árið 2023 tók hann sé óvænt hlé frá golfíþróttinni og gekk í klaustur.

Kaewkanjana, sem er 27 ára Tælendingur náði sínum besta árangri sumarið 2023 ákvað hann að taka sér hlé og ganga í klaustur sem hann segir að hafi hjálpað honum í íþróttinni.

„Ég var einangraður frá umheiminum þegar ég var vígður inn. Ég var mjög rólegur og afslappaður. Ég náði að einbeita mér betur sem mun hjálpa mér í golfinu.“

Kaewkanjana lét sér að vísu duga að dvelja í klaustrinu í tvær vikur en það virðist heldur betur hafa skilað sér þar sem hann er einu höggi á eftir efstu mönnum eftir fyrsta dag á Opna breska meistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×