„Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 16:01 Oliver Ekroth er sigurviss fyrir leik kvöldsins. vísir / diego Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira