San Antonio 2 - Seattle 2 16. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig. NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig.
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira