Detroit 2 - Indiana 2 16. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák). NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira