Detroit 2 - Indiana 2 16. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák). NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Indiana hitti skelfilega í leiknum í gær og það var fyrst og fremst léleg hittni sem kom í veg fyrir sigur þeirra gær, sem hefði fært þeim mikla yfirburði í einvíginu. Í stað þess efndu meistararnir loforð sitt um að snúa aftur til Detroit í stöðunni 2-2. "Þetta er frábært einvígi, en pressan er alltaf á okkur, við erum meistararnir," sagði Chauncey Billups, sem var stigahæstur á vellinum með 29 stig. "Þeir náðu smá áhlaupi í þriðja leikhlutanum, en ég reyndi að vera grimmur í sóknarleiknum og það dreif strákana með," sagði hann. "Ég var hræðilegur í kvöld og það gekk ekkert upp hjá mér," sagði Jermaine O´Neal og var nálægt því að hitta naglann á höfuðið, því hann er með 23% skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum Indiana. "Ég trúin hinsvegar að þetta komi hjá mér og ég fari að hitta aftur. Allt fer í hringi í þessu lífi - líka körfuboltinn," sagði hann heimsspekislega. Kannski að það hafi meira að segja að hann er að leika tognaður á öxl og getur ekki beitt sér nálægt eðlilegri getu. "Þegar lið keppa svona oft fara þau fljótlega að finna inná hvert annað og ég vona að við séum farnir að bregðast rétt við þeim. Það sýndi sig í kvöld að við náðum að halda aftur af þeim varnarlega og það skilaði sér í sigri," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Chauncey Billups 29 stig (6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (12 frák, 5 varin), Rip Hamilton 13 stig (7 stoðs, 5 frák), Antonio McDyess 12 stig (6 frák), Tayshaun Prince 7 stig (10 frák), Ben Wallace 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 23 stig, Jamaal Tinsley 17 stig, Jermaine O´Neal 10 stig (13 frák), Reggie Miller 7 stig, Dale Davis 6 stig, James Jones 5 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Handbolti Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira