Indiana-Detroit á Sýn í kvöld 15. maí 2005 00:01 Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30. NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira
Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30.
NBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Sjá meira