Detroit 2 - Philadelphia 0 27. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig. NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Íslenski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast ætla sér alla leið í úrslitin í ár, ef marka má framgöngu þeirra í fyrstu tveimur leikjum úrslitakeppninnar í vetur. Í nótt sigruðu þeir Philadelphia örugglega, 99-84 og hafa náð 2-0 forskoti í einvíginu með því að leika sinn agaða og skipulagða leik. Meistararnir léku eins og vel smurð vél í nótt og lið Philadelphia átti aldrei möguleika gegn sterkri vörn þeirra, ekki síst þegar Allen Iverson er að leika undir getu eins og raunin varð í þessum leik. Iverson brenndi af 17 af 24 skotum sínum í leiknum og ömurlegt kvöld hans var kórónað þegar áhorfandi í Detroit kastaði smápeningi í hann þar sem hann sat á bekknum undir lok leiksins. Áhorfandinn var handtekinn, en Iverson sagðist ekki ætla að velta sér upp úr tapinu. "Þetta er bara körfubolti," sagði Iverson. "Ég hef lent í alvarlegri hlutum í lífinu en að tapa körfuboltaleik og ég missi engan svefn yfir þessu," sagði kappinn, sem var þrátt fyrir slaka hittni stigahæstur í liði Philadelphia með 19 stig og átti 10 stoðsendingar. Rasheed Wallace var aftur maðurinn á bak við sigur Detroit í leiknum með tilfinningaþrungnum leik sínum. Rétt eins og í fyrsta leiknum, var það tæknivilla sem hann hlaut sem að kveikti í honum og í kjölfar mótlætisins fór hann á kostum í sóknarleiknum og kveikti mikið áhlaup hjá Detroit, sem skóp öruggan sigurinn. "Við erum ekki sérlega hrifnir af því þegar hann fær þessar tæknivillur, en okkur líkar vel hvað hefur verið að koma í kjölfar þeirra," sagði Chauncey Billups, félagi Wallace hjá Detroit. "Úrslitakeppnin byrjar ekki fyrr en einhver tapar á heimavelli," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons þegar hann var spurður hvernig sér litist á framhaldið, en næstu tveir leikir fara fram í Philadelphia, þar sem hann þjálfaði áður en hann gekk til liðs við Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Richard Hamilton 23 stig, Chauncey Billups 20 stig (8 stoðs, 6 frák), Rasheed Wallace 15 stig (6 frák), Tyshaun Prince 14 stig (8 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (8 frák), Lindsey Hunter 6 stig, Ben Wallace 5 stig (10 frák).Atkvæðamestir í liði Philadelphia:Allen Iverson 19 stig (10 stoðs), Chris Webber 15 stig, Samuel Dalembert 14 stig (11 frák), Willie Green 11 stig, Marc Jackson 9 stig, Kyle Korver 8 stig (7 frák), Andre Iquodala 6 stig.
NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Íslenski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira