Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Aron Guðmundsson skrifar 27. apríl 2025 12:47 Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virkilega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmtilegum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR. „Þetta leggst virkilega vel í mig. Stórleikur og ég er virkilega spenntur. Við Skagamenn þurfum auðvitað aðeins að girða okkur í brók eftir síðustu umferð og erum staðráðnir í því að gera betur. Ég á von á góðu svari frá mínum mönnum í dag,“ segir Jón Þór í samtali við íþróttadeild í dag. Þurfa að gera einföldu hlutina betur ÍA tapaði nokkuð óvænt á móti Vestra á heimavelli í síðustu umferð og átti í raun bara töluvert erfitt uppdráttar á móti Djúpmönnum. Þetta var annar tapleikur liðsins í röð og annar tapleikur liðsins í fyrstu þremur leikjum þess í Bestu deildinni þetta tímabilið. „Frá síðasta leik hefur þetta snúist um að koma mönnum svolítið á fætur, finna léttleikann. Það er stutt á milli leikja núna og það er jákvætt, þegar að þú færð skell og ert sleginn niður í gólfið að eiga leik eftir fáa daga. Ég tel okkur hafa gert mjög vel í því að skerpa á hlutunum. Við þurfum að gera það. Þurfum að stíga svolítið skref til baka og gera einföldu hlutina betur. Við höfum nýtt stutta tímann á milli leikja virkilega vel. Við þurfum ekkert að fara kafa mjög djúpt í stöðuna þannig, deildin er bara að spilast svona. Það eru tólf hörku lið í þessari deild, allir leikir eru hörku leikir og ég held að þeir verði það í allt sumar. Þú þarft því að vera klár á deginum og þannig hafa þessir leikir verið. Tapið á móti Stjörnunni í annarri umferð var ekkert endilega sanngjarnt, við vorum alls ekki síðri aðilinn í þeim leik. Síðan kemur leikurinn við Vestra hér heima sem er kannski í fyrsta skipti í langan tíma hjá mér sem þjálfari ÍA þar sem að ég er virkilega ósáttur við mitt lið að mörgu leiti. Að því sögðu byrjuðum við leikinn mjög vel en misstum svo tökin eftir því sem leið á hann. Það eru hlutir í þeim leik sem við getum alls ekki sætt okkur við. Hvorki ég sem þjálfari liðsins né leikmennirnir sjálfir. Ég veit þeir gera það ekki. Það verður bara mjög spennandi að sjá mitt lið svara því í dag.“ Alltaf örlítið sérstakt að mæta KR Jón Þór þekkir ríg KR og ÍA vel enda Skagamaður sjálfur. Liðin hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og eiga á milli sín fjölda marga titla. Fiðringurinn fyrir viðureign þessara liða er meiri heldur en fyrir aðra leiki. „Ég neita því ekki, þetta eru alltaf sérstakir leikir. Maður tók bæði eftir því sem barn og unglingur og svo líka eftir að maður tók við sem þjálfari ÍA. Í gegnum tíðina hafa þetta verið minnisstæðir leikir. Þetta er alltaf örlítið sérstakt, að mæta KR.“ Óskar Hrafn, þjálfari KRVísir/Anton Brink KR hefur verið að ganga í gegnum endurnýjun. Vesturbæingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins á síðasta tímabili og hefur breytt um kúrs. „Það eru spennandi hlutir að gerast í KR núna,“ segir Jón Þór um andstæðing kvöldsins. „Óskar Hrafn kominn þarna inn og hefur verið að sækja til baka leikmenn KR með það fyrir augum að stækka aðeins hjartað í liðinu og hefur verið að spila á ungum og uppöldum KR-ingum í bland við það. Það er formúla sem þekkjum ágætlega hérna á Akranesi. Það er mjög spennandi fyrir KR-inga. Þeirra styrkleiki í dag felst í því að þeir hafa verið að spila öflugan, hraðan og á köflum örlítið kaótískan sóknarleik. Það er erfitt að spila á móti þeim en á sama tíma hafa þeir verið að gefa ágætis svæði og tækifæri á hinum enda vallarins. Ég á bara von á mjög spennandi, skemmtilegum og hröðum leik.“ Leikur KR og ÍA í 4.umferð Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 19:00 í kvöld. Besta deild karla ÍA KR Íslenski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Þetta leggst virkilega vel í mig. Stórleikur og ég er virkilega spenntur. Við Skagamenn þurfum auðvitað aðeins að girða okkur í brók eftir síðustu umferð og erum staðráðnir í því að gera betur. Ég á von á góðu svari frá mínum mönnum í dag,“ segir Jón Þór í samtali við íþróttadeild í dag. Þurfa að gera einföldu hlutina betur ÍA tapaði nokkuð óvænt á móti Vestra á heimavelli í síðustu umferð og átti í raun bara töluvert erfitt uppdráttar á móti Djúpmönnum. Þetta var annar tapleikur liðsins í röð og annar tapleikur liðsins í fyrstu þremur leikjum þess í Bestu deildinni þetta tímabilið. „Frá síðasta leik hefur þetta snúist um að koma mönnum svolítið á fætur, finna léttleikann. Það er stutt á milli leikja núna og það er jákvætt, þegar að þú færð skell og ert sleginn niður í gólfið að eiga leik eftir fáa daga. Ég tel okkur hafa gert mjög vel í því að skerpa á hlutunum. Við þurfum að gera það. Þurfum að stíga svolítið skref til baka og gera einföldu hlutina betur. Við höfum nýtt stutta tímann á milli leikja virkilega vel. Við þurfum ekkert að fara kafa mjög djúpt í stöðuna þannig, deildin er bara að spilast svona. Það eru tólf hörku lið í þessari deild, allir leikir eru hörku leikir og ég held að þeir verði það í allt sumar. Þú þarft því að vera klár á deginum og þannig hafa þessir leikir verið. Tapið á móti Stjörnunni í annarri umferð var ekkert endilega sanngjarnt, við vorum alls ekki síðri aðilinn í þeim leik. Síðan kemur leikurinn við Vestra hér heima sem er kannski í fyrsta skipti í langan tíma hjá mér sem þjálfari ÍA þar sem að ég er virkilega ósáttur við mitt lið að mörgu leiti. Að því sögðu byrjuðum við leikinn mjög vel en misstum svo tökin eftir því sem leið á hann. Það eru hlutir í þeim leik sem við getum alls ekki sætt okkur við. Hvorki ég sem þjálfari liðsins né leikmennirnir sjálfir. Ég veit þeir gera það ekki. Það verður bara mjög spennandi að sjá mitt lið svara því í dag.“ Alltaf örlítið sérstakt að mæta KR Jón Þór þekkir ríg KR og ÍA vel enda Skagamaður sjálfur. Liðin hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og eiga á milli sín fjölda marga titla. Fiðringurinn fyrir viðureign þessara liða er meiri heldur en fyrir aðra leiki. „Ég neita því ekki, þetta eru alltaf sérstakir leikir. Maður tók bæði eftir því sem barn og unglingur og svo líka eftir að maður tók við sem þjálfari ÍA. Í gegnum tíðina hafa þetta verið minnisstæðir leikir. Þetta er alltaf örlítið sérstakt, að mæta KR.“ Óskar Hrafn, þjálfari KRVísir/Anton Brink KR hefur verið að ganga í gegnum endurnýjun. Vesturbæingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við þjálfun liðsins á síðasta tímabili og hefur breytt um kúrs. „Það eru spennandi hlutir að gerast í KR núna,“ segir Jón Þór um andstæðing kvöldsins. „Óskar Hrafn kominn þarna inn og hefur verið að sækja til baka leikmenn KR með það fyrir augum að stækka aðeins hjartað í liðinu og hefur verið að spila á ungum og uppöldum KR-ingum í bland við það. Það er formúla sem þekkjum ágætlega hérna á Akranesi. Það er mjög spennandi fyrir KR-inga. Þeirra styrkleiki í dag felst í því að þeir hafa verið að spila öflugan, hraðan og á köflum örlítið kaótískan sóknarleik. Það er erfitt að spila á móti þeim en á sama tíma hafa þeir verið að gefa ágætis svæði og tækifæri á hinum enda vallarins. Ég á bara von á mjög spennandi, skemmtilegum og hröðum leik.“ Leikur KR og ÍA í 4.umferð Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 19:00 í kvöld.
Besta deild karla ÍA KR Íslenski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira