Fótbolti

Ísak Andri með tvær stoð­sendingar í sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson bjó til tvö mörk fyrir sitt lið í dag.
Ísak Andri Sigurgeirsson bjó til tvö mörk fyrir sitt lið í dag. @ifknorrkoping

Ísak Andri Sigurgeirsson lagði upp tvö mörk fyrir Norrköping í góðum útisigri í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Norrköping heimsótti Värnamo og vann 3-1 sigur eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik.

Norrköping er í fimmta sæti deildarinnar eftir sigurinn með níu stig út úr fyrstu sex leikjum sínum.

Ísak Andri var í byrjunarliðinu og lagði upp annað markið fyrir Sebastian Jörgensen á 33. mínútu og þriðja markið fyrir Christoffer Nyman á 51. mínútu.

Jörgensen skoraði einnig fyrsta mark Norrköping eftir hálftíma leik.

Arnór Ingvi Traustason var einnig í byrjunarliði Norrköping en fór af velli á 88. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×