Handbolti

Ómar Ingi frá­bær i fimmta sigri Magdeburg í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon er kominn á fullt eftir meiðslin.
Ómar Ingi Magnússon er kominn á fullt eftir meiðslin. VÍSIR/VILHELM

Íslendingaliðið Magdeburg komst upp í fjórða sæti þýsku handboltadeildarinnar eftir þriggja marka útisigur á Wetzlar í dag.

Magdeburg vann leikinn 32-29 eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik.

Magdeburg á enn tvo leiki inni á efstu lið deildarinnar, Fuchse Berlin og Melsungen, sem eru nú fimm stigum á undan þeim í töflunni.

Þetta var fimmti deildarsigur Magdeburg í röð og liðið ætlar ekki að gefa eftir í baráttunni um titilinn.

Ómar Ingi Magnússon var með tíu mörk og fimm stoðsendingar í leiknum í dag en hann kom þar með að fimmtán mörkum liðsins. Frábær leikur hjá honum og sýnir að hann er búinn að losa sig við meiðslin.

Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti síðan við sex mörkum og tveimur stoðsendingum og Íslendingarnir tveir skoruðu því helming marka liðsins í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×