Miami 2 - New Jersey 0 27. apríl 2005 00:01 Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig. NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Lið New Jersey virðist ekki ætla að verða Miami Heat mikil fyrirstaða í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni. Ekki á meðan Heat fær framlag frá varamönnum sínum í borð við það sem Alonzo Mourning sýndi í 104-87 sigri þeirra í gær. Mourining lék fyrir lið New Jersey fyrir ekki alls löngu, en í nótt fór ekki á milli mála að hann er orðinn leikmaður Miami Heat, því hann skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 16 mínútum í leiknum og framlag hans af varamannabekknum gerði endanlega útslagið fyrir lið New Jersey, sem nú er komið undir 2-0 í einvíginu. Eins og í fyrsta leiknum, var það fjölbreyttur sóknarleikur Miami sem skóp sigurinn, en New Jersey þarf að treysta á stórleik frá þeim Jason Kidd og Vince Carter í hverjum einasta leik. Það var þó Nenad Krstic sem var atkvæðamestur þeirra í nótt, en lið hans náði aldrei að ógna heimamönnum. "Það er mikilvægt að hver einasti maður í liðinu sé tilbúinn þegar kallið kemur og þá verður maður að nýta það," sagði Mourning þegar hann var spurður út í stórleik sinn í nótt. "Það var Hulk sem bar Súpermann í dag," sagði Shaquille O´Neal, af sinni alkunnu snilld eftir leikinn, en hann er með viðurnefni á alla í Miami liðinu og kallar sjálfan sig Súpermann, Dwayne Wade kallar hann Hvell-Geira og nú virðist hann vera farinn að kalla Alonzo Mourning einfaldlega Hulk. "Þetta er ekki búið, þeir héldu heimavallarréttinum og það er ekki heimsendir. Við getum enn gert einhvern usla í þessu einvígi," sagði Vince Carter hjá Nets eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Miami:Alonzo Mourning 21 stig (9 frák), Dwayne Wade 17 stig (10 stoðs), Shaquille O´Neal 14 stig (10 frák), Eddie Jones 14 stig, Damon Jones 14 stig, Keyon Dooling 10 stig. Atkvæðamestir hjá New Jersey: Nenad Krstic 27 stig (8 frák), Vince Carter 21 stig, Richard Jefferson 14 stig, Jason Kidd 10 stig (6 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Travis Best 9 stig.
NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira