Sport

Brown ekki á leið til Cavaliers

Joe Dumars, forseti Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, bauð fréttamönnum upp á hnitmiðað svar þegar hann var spurður hvort Dan Gilbert, eigandi Cleveland Cavaliers hefði rætt við þjálfarann Larry Brown um að taka við framkvæmdastjórastöðu liðsins. "Nei, fjandakornið," sagði Dumars og fullyrti að hann hefði ekki rætt við Dan Gilbert um nokkurn skapaðan hlut. "Þetta er allt í fjölmiðlunum og er, að mínu mati, orðið hálfbjánalegt. Það eru allir orðaðir við einhverja stöðu þarna í Cleveland."   Dumars segir að megináherslan hjá Detroit Pistons sé NBA-titilinn. "Við munum höndla önnur mál eftir að hann er í höfn," sagði Dumars. Detroit er með forystu gegn Philadelphia 76ers, 1-0, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×