Iðunn hlaut fjóra vinninga af fimm mögulegum í flokki 20 ára og yngri, en Guðrún Fanney hlaut fjóran og hálfan vinning af fimm mögulegum í flokki 16 ára og yngri.
Mótið fór fram í Fredericia í Danmörku, en alls voru níu íslenskir keppendur á mótinu.
Iðunn og Guðrún Fanney þurftu báðar að leggja mun stigahærri andstæðinga að velli á mótinu á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum.
Iðunn var sjöunda í styrkleikaröðinni af tólf keppendum í sínum flokki, en Guðrún Fanney var þriðja af tólf keppendum í sínum flokki fyrir mótið.
