1500 bandarískir hermenn fallnir 3. mars 2005 00:01 Meira en fimmtán hundruð bandarískir hermenn hafa nú týnt lífi í Írak en mannfall óbreyttra borgara er í það minnsta tífalt meira. Tvær bílsprengjur sprungu í landinu í gær og fórust þrír í tilræðunum. Neyðarlög munu ríkja áfram í landinu. Þrír bandarískir hermenn dóu í gær í átökum við uppreisnarmenn í Írak. Þar með hafa meira en 1500 bandarískir hermenn farist í landinu síðan innrásin var gerð fyrir tæpum tveimur árum. Síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí 2003 að stríðinu væri lokið hafa 1.364 dáið, þar af 1.030 í átökum. Búast má við að þrýstingur á stjórnina um að kalla hermennina heim muni vaxa ennþá meira enda er nú allt kapp á að þjálfa íraskar öryggissveitir svo þær geti tekið við löggæslu í landinu. Enn eru yfir 120.000 bandarískir hermenn í Írak. Engar nákvæmar tölur eru til yfir mannfall óbreyttra borgara síðan innrásin var gerð. Í haust áætlaði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist en aðrar áætlanir gera ráð fyrir mun minna mannfalli. Breska stofnunin Iraqi Body Count telur að 16.000-18.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðustu tvö árin. Tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Bagdad í gær og fórust að minnsta kosti tveir lögreglumenn og fimmtán særðust. Þá var gerð bílsprengjuárás á lögreglumenn í Baqouba, sextíu kílómetra norður af höfuðborginni, og fórust tveir. Þar af var einn lögreglumaður. Uppreisnarmenn beina spjótum sínum í æ ríkari mæli að íröskum lögreglumönnum og er skemmst að minnast tilræðisins í Hillah á mánudaginn en þá dóu 127 manns sem hugðust sækja um starf í öryggissveitunum. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að neyðarlög muni gilda í landinu í einn mánuð í viðbót svo að tryggja megi öryggi borgaranna. Þau heimila stjórninni að setja á útgöngubönn og fangelsa fólk án dóms og laga. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Meira en fimmtán hundruð bandarískir hermenn hafa nú týnt lífi í Írak en mannfall óbreyttra borgara er í það minnsta tífalt meira. Tvær bílsprengjur sprungu í landinu í gær og fórust þrír í tilræðunum. Neyðarlög munu ríkja áfram í landinu. Þrír bandarískir hermenn dóu í gær í átökum við uppreisnarmenn í Írak. Þar með hafa meira en 1500 bandarískir hermenn farist í landinu síðan innrásin var gerð fyrir tæpum tveimur árum. Síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí 2003 að stríðinu væri lokið hafa 1.364 dáið, þar af 1.030 í átökum. Búast má við að þrýstingur á stjórnina um að kalla hermennina heim muni vaxa ennþá meira enda er nú allt kapp á að þjálfa íraskar öryggissveitir svo þær geti tekið við löggæslu í landinu. Enn eru yfir 120.000 bandarískir hermenn í Írak. Engar nákvæmar tölur eru til yfir mannfall óbreyttra borgara síðan innrásin var gerð. Í haust áætlaði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist en aðrar áætlanir gera ráð fyrir mun minna mannfalli. Breska stofnunin Iraqi Body Count telur að 16.000-18.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðustu tvö árin. Tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Bagdad í gær og fórust að minnsta kosti tveir lögreglumenn og fimmtán særðust. Þá var gerð bílsprengjuárás á lögreglumenn í Baqouba, sextíu kílómetra norður af höfuðborginni, og fórust tveir. Þar af var einn lögreglumaður. Uppreisnarmenn beina spjótum sínum í æ ríkari mæli að íröskum lögreglumönnum og er skemmst að minnast tilræðisins í Hillah á mánudaginn en þá dóu 127 manns sem hugðust sækja um starf í öryggissveitunum. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að neyðarlög muni gilda í landinu í einn mánuð í viðbót svo að tryggja megi öryggi borgaranna. Þau heimila stjórninni að setja á útgöngubönn og fangelsa fólk án dóms og laga.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira