Geest samþykkir tilboð Bakkavarar 22. desember 2004 00:01 Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðanleikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði Big Food Group er samkvæmt tilboði fjárfesta undir forystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bilinu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrirtækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakkavarar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóðlegt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvælamarkaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækisins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsamkeppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakkavör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrirtækið telji batnandi tíð framundan. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrirtækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungshlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjármagna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyfirlýsingu frá alþjóðlegum bönkum. Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Bakkavör náði mikilvægum áfanga í yfirtökuferlinu á breska matvælafyrirtækinu Geest þegar samkomulag náðist um verð. Bakkavör getur nú þegar hafið könnun áreiðanleika upplýsinga um rekstur Geest. Samkvæmt samkomulaginu skuldbindur Bakkavör sig til þess að bjóða ekki lægra verð en 655 pens á hlut fyrir Geest, nema áreiðanleikakönnun leiði í ljós þætti sem hafa neikvæð áhrif á verðmat félagsins. Þá þarf stjórn Geest að samþykkja nýtt tilboð. Samkvæmt verðtilboðinu er markaðsvirði Geest um 60 milljarðar íslenskra króna. Markaðsvirði Big Food Group er samkvæmt tilboði fjárfesta undir forystu Baugs um 40 milljarðar. Heildarfjármögnun kaupa Bakkavarar á Geest liggur á bilinu 120 til 130 milljarðar króna. Það er því skammt stórra högga á milli þegar kaup íslenskra fyrirtækja erlendis eru annars vegar. Geest verður, gangi kaupin eftir, annað skráða fyrirtækið í London sem Íslendingar kaupa á skömmum tíma. Búast má við að áreiðanleikakönnun taki um sex vikur og fljótlega upp úr því verði ráðist í yfirtöku félagsins. Kaup Bakkavarar á Geest eru ólík kaupunum á Big Food fyrir margra hluta sakir. Í tilfelli Bakkavarar koma ekki aðrir að kaupunum og þau eru ekki fjárfesting sem selja á aftur, heldur gríðarleg stækkun á núverandi rekstrargrunni Bakkavarar. Bakkavör tekur því með kaupunum risastórt skref í stefnu sinni að verða stórt alþjóðlegt matvælafyrirtæki. Ekki eru nema fimm ár síðan Bakkvör keypti Lysekils í Svíþjóð fyrir 684 milljónir króna. Það voru þá þriðju stærstu kaup íslensks fyrirtækis erlendis. Kaupin styrkja Bakkavör verulega í samkeppni á matvælamarkaði í Bretlandi. Fyrir utan hagræðingu í sameiginlegum rekstri styrkist staða fyrirtækisins verulega gagnvart birgjum og viðskiptavinum. Hörð verðsamkeppni er á markaði fyrir kældar unnar matvörur og hefur Geest ekki farið varhluta af henni. Vöxtur og framlegð fyrirtækisins var minni á fyrrihluta þessa árs en vonir stóðu til. Það að Bakkavör lætur til skarar skríða svo snemma, bendir til þess að fyrirtækið telji batnandi tíð framundan. Um leið og Bakkavör fær færi á rekstrarupplýsingum Geest er öðrum sem vildu bjóða í fyrirtækið heimilaður aðgangur að sömu upplýsingum. Það þykir þó ólíklegt þar sem Bakkavör er þegar meðeigandi fimmtungshlutar í Geest. Bakkavör er því í lykilstöðu. Þrír stórir erlendir bankar hafa lýst sig tilbúna til að fjármagna kaupin. Heildarumfangið er hátt í 130 milljarðar króna. Á skömmum tíma hafa tvö íslensk fyrirtæki fengið slíka traustsyfirlýsingu frá alþjóðlegum bönkum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira