Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. október 2025 10:02 Unnur Eir Björnsdóttir, skartgripahönnuður og framkvæmdastjóri Meba á það til að syngja út um allt. Oft án þess að taka eftir því enda var dóttir hennar eitt sinn spurð hvort Unnur væri söngkona. Sem Unni fannst frekar fyndið því ekki séu það hæfileikarnir. Vísir/Anton Brink Rótsterkur kaffi og Bítið á Bylgjunni einkenna morgnana hjá Unni Eir Björnsdóttur gullsmið og framvæmdastjóra Meba, úra- og skartgripaverslunar. Unnur er ein þeirra sem syngur hástöfum í tíma og ótíma. Jafnvel án þess að fatta það. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vakna yfirleitt um sjö, stilli klukkuna um hálfátta en er oftast vöknuð áður og tilbúin í daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri á morgnanna er að kveikja á útvarpinu, Bítið á Bylgjunni og hella uppá einn rótsterkann kaffibolla. Svo er það sturtan til að fríska sig ennþá meira áður en ég vek börnin. Ef tíminn er mér hliðhollur næ ég að svara nokkrum tölvupóstum í rólegheitum.“ Ertu ein þeirra sem syngur í sturtu, í bílnum eða annars staðar? Svarið er einfalt og það er já. Syng öllum stundum, alls staðar og stundum án þess að átta mig á því. Sem getur verið vandræðalegt eins og til dæmis í Krónunni, kannski er það samt meira raul en söngur beint. Var einu sinni spurð af vinkonu dóttur minnar hvort ég væri söngkona, sem mér þótti mjög fyndið þar sem hæfileikinn er langt frá því að vera til staðar.“ Unnur segist svolítið gamaldags í skipulagi. Því það sem virkar best fyrir hana er stílabók sem hún punktar niður í. Til viðbótar við að nota Google dagatalið. Dagarnir geta þó verið fljótir að breytast.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ásamt hinum daglega rekstri þá er jólaundirbúningurinn nú á fullu hjá okkur í Meba. Má segja að hann hafi byrjað strax eftir sumarfrí í ágúst og nær hámarki núna í oktober og nóvember. Jólin eru okkar aðal sölutími eða árstíð þannig ekkert má klikka. Erum að panta inn vörur og koma þeim fram í verslunina, þurfum líka að ganga úr skugga að allar umbúðir verði komnar á réttum tíma og verslunin sé falleg og með vel framsettum vörum. Netverslun tekur líka mikið pláss og er alltaf að færast í aukana, vöruúrvalið þar stækkar með hverjum deginum. Þar sem opnunartími eykst líka um jólin þá þurfum við einnig að passa upp á að verslanirnar séu vel mannaðar og allir sáttir með sínar vaktir. Það er eitt risastórt pússluspil. Markmiðið er að verslunin sé tilbúin þegar einn skemmtilegasti tími ársins í verslun hefst um miðjan nóvember. En ásamt þessum verkefnum reyni að gefa mér tíma við hönnun og smíðar. Þar næ ég ákveðinn slökun og sköpunin fær 100% athygli.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Er svolítið gamaldags þegar kemur að því og notast við dagbók eða meira svona stílabók sem ég punkta niður í og svo hjálpar google calander mér mikið. Dagurinn er alltaf þétt setinn, sem getur þó breyst mjög hratt þar sem ég vinn í mjög lifandi og skemmtilegu umhverfi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er mjög misjafnt og markmiðið er alltaf að fara uppí um ellefuEn það er samt eiginlega ómöguleg að svara þessu með einum tíma þar sem ég hef af og til verið komin upp í og sofnuð hálfníu með sex ára dóttur minni. En oftar en ekki vinn ég best á kvöldin þegar komin er ró á heimilið, hvort sem það er að brjóta saman þvott eða eitthvað vinnutengt. Þannig kannski má segja að ellefu sé meðaltalið.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga. 4. október 2025 10:01 Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar. 27. september 2025 10:03 Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00 „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00 Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Vakna yfirleitt um sjö, stilli klukkuna um hálfátta en er oftast vöknuð áður og tilbúin í daginn.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri á morgnanna er að kveikja á útvarpinu, Bítið á Bylgjunni og hella uppá einn rótsterkann kaffibolla. Svo er það sturtan til að fríska sig ennþá meira áður en ég vek börnin. Ef tíminn er mér hliðhollur næ ég að svara nokkrum tölvupóstum í rólegheitum.“ Ertu ein þeirra sem syngur í sturtu, í bílnum eða annars staðar? Svarið er einfalt og það er já. Syng öllum stundum, alls staðar og stundum án þess að átta mig á því. Sem getur verið vandræðalegt eins og til dæmis í Krónunni, kannski er það samt meira raul en söngur beint. Var einu sinni spurð af vinkonu dóttur minnar hvort ég væri söngkona, sem mér þótti mjög fyndið þar sem hæfileikinn er langt frá því að vera til staðar.“ Unnur segist svolítið gamaldags í skipulagi. Því það sem virkar best fyrir hana er stílabók sem hún punktar niður í. Til viðbótar við að nota Google dagatalið. Dagarnir geta þó verið fljótir að breytast.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ásamt hinum daglega rekstri þá er jólaundirbúningurinn nú á fullu hjá okkur í Meba. Má segja að hann hafi byrjað strax eftir sumarfrí í ágúst og nær hámarki núna í oktober og nóvember. Jólin eru okkar aðal sölutími eða árstíð þannig ekkert má klikka. Erum að panta inn vörur og koma þeim fram í verslunina, þurfum líka að ganga úr skugga að allar umbúðir verði komnar á réttum tíma og verslunin sé falleg og með vel framsettum vörum. Netverslun tekur líka mikið pláss og er alltaf að færast í aukana, vöruúrvalið þar stækkar með hverjum deginum. Þar sem opnunartími eykst líka um jólin þá þurfum við einnig að passa upp á að verslanirnar séu vel mannaðar og allir sáttir með sínar vaktir. Það er eitt risastórt pússluspil. Markmiðið er að verslunin sé tilbúin þegar einn skemmtilegasti tími ársins í verslun hefst um miðjan nóvember. En ásamt þessum verkefnum reyni að gefa mér tíma við hönnun og smíðar. Þar næ ég ákveðinn slökun og sköpunin fær 100% athygli.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Er svolítið gamaldags þegar kemur að því og notast við dagbók eða meira svona stílabók sem ég punkta niður í og svo hjálpar google calander mér mikið. Dagurinn er alltaf þétt setinn, sem getur þó breyst mjög hratt þar sem ég vinn í mjög lifandi og skemmtilegu umhverfi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er mjög misjafnt og markmiðið er alltaf að fara uppí um ellefuEn það er samt eiginlega ómöguleg að svara þessu með einum tíma þar sem ég hef af og til verið komin upp í og sofnuð hálfníu með sex ára dóttur minni. En oftar en ekki vinn ég best á kvöldin þegar komin er ró á heimilið, hvort sem það er að brjóta saman þvott eða eitthvað vinnutengt. Þannig kannski má segja að ellefu sé meðaltalið.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga. 4. október 2025 10:01 Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar. 27. september 2025 10:03 Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00 „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00 Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga. 4. október 2025 10:01
Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar. 27. september 2025 10:03
Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00
„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00
Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02