Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. október 2025 15:01 Logi Már er ráðherra menningarmála. Vísir/Ívar Fannar Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum. Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið kynnti ígær til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Í tilkynningu sagði að á síðustu árum hefði samkeppni við alþjóðlegar streymisveitur og samfélagsmiðla haft neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla, sem kæmi niður á framleiðslu innlends efnis og veikti þar með stöðu íslenskrar tungu. Takast á við breytta heimsmynd „Þetta er í rauninni gert vegna þessarar breyttu heimsmyndar, þar sem innlend fyrirtæki eru í flóknari og erfiðari samkeppni við þessi stóru streymisfyrirtæki. Hugmyndin er að innheimta skatt af heildartekjum hér innanlands, sem hægt er, í rauninni, að losna við ef framleitt er fyrir fimm prósent af heildartekjunum af efni undir íslenskum formerkjum,“ sagði Logi Már Einarsson, menningar, nýsköpunar- og háskólaráðherra, í samtali við fréttastofu í morgun. Undanþágan afurð samráðs Hann segir að tekið hafi verið mið af því sem kom fram í samráðferli við gerð frumvarpsins og í því sé hugsunin að vera með undanþáguákvæði, sem geri það að verkum að innlendu streymisveiturnar lendi ekki í því að þurfa að greiða skattinn. „Við sáum það þegar þetta fór í samráð í fyrra, meðal annars í áliti frá Sýn, að þeir hefðu ekki fallið undir það þá og við munum auðvitað hlusta á þær raddir. Þetta er fyrst og fremst gert til þess bæði að örva framleiðslu á innlendu efni og styrkja framleiðslu innlends efnis en einnig til þessa bæta samkeppnisstöðu innlendu fjölmiðlafyrirtækjanna gagnvart erlendu risunum.“ 140 til 150 milljónir Logi Már segir að talað hafi verið um, eins og frumvarpið er núna, að það muni skila um 140 til 150 milljónum króna í ríkiskassann, sem muni renna áfram í Kvikmyndasjóð og aðra farvegi sem muni nýtast. „Það hefur verið kallað eftir þessu í mörg ár af innlendum fyrirtækjum og við munum vanda okkur við útfærslu og vera í góðu samráði við fyrirtækin,“ segir hann að lokum. Streymisveitur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Bíó og sjónvarp Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið kynnti ígær til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Í tilkynningu sagði að á síðustu árum hefði samkeppni við alþjóðlegar streymisveitur og samfélagsmiðla haft neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla, sem kæmi niður á framleiðslu innlends efnis og veikti þar með stöðu íslenskrar tungu. Takast á við breytta heimsmynd „Þetta er í rauninni gert vegna þessarar breyttu heimsmyndar, þar sem innlend fyrirtæki eru í flóknari og erfiðari samkeppni við þessi stóru streymisfyrirtæki. Hugmyndin er að innheimta skatt af heildartekjum hér innanlands, sem hægt er, í rauninni, að losna við ef framleitt er fyrir fimm prósent af heildartekjunum af efni undir íslenskum formerkjum,“ sagði Logi Már Einarsson, menningar, nýsköpunar- og háskólaráðherra, í samtali við fréttastofu í morgun. Undanþágan afurð samráðs Hann segir að tekið hafi verið mið af því sem kom fram í samráðferli við gerð frumvarpsins og í því sé hugsunin að vera með undanþáguákvæði, sem geri það að verkum að innlendu streymisveiturnar lendi ekki í því að þurfa að greiða skattinn. „Við sáum það þegar þetta fór í samráð í fyrra, meðal annars í áliti frá Sýn, að þeir hefðu ekki fallið undir það þá og við munum auðvitað hlusta á þær raddir. Þetta er fyrst og fremst gert til þess bæði að örva framleiðslu á innlendu efni og styrkja framleiðslu innlends efnis en einnig til þessa bæta samkeppnisstöðu innlendu fjölmiðlafyrirtækjanna gagnvart erlendu risunum.“ 140 til 150 milljónir Logi Már segir að talað hafi verið um, eins og frumvarpið er núna, að það muni skila um 140 til 150 milljónum króna í ríkiskassann, sem muni renna áfram í Kvikmyndasjóð og aðra farvegi sem muni nýtast. „Það hefur verið kallað eftir þessu í mörg ár af innlendum fyrirtækjum og við munum vanda okkur við útfærslu og vera í góðu samráði við fyrirtækin,“ segir hann að lokum.
Streymisveitur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Bíó og sjónvarp Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira