Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Árni Sæberg skrifar 9. október 2025 14:38 Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri Faxaflóahafna. Vísir/Arnar Hafnarstjóri Faxaflóahafna gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þrjár breytingar á skattheimtu af skemmtiferðaskipum. Áhrif breytinganna hafi ekki verið metin og þær geti hæglega orðið til þess að tekjur hins opinbera dragist saman. Þannig sé ráðherra öfugu megin á Laffer-kúrfunni svokölluðu. Talsvert hefur verið fjallað um fyrirhugað innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem boðað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Fulltrúar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa boðað að innviðagjaldið yrði endurskoðað. Upphaflega stóð til að rukka 2.500 krónur fyrir hverja gistinótt hvers farþega skemmtiferðaskipa. Sú aðgerð átti að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna. Í fjárlagafrumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur endurskoðunin fram en þar segir að innviðagjaldið verði tímabundið lækkað niður í 2.000 krónur fyrir árið 2026. Ekki eina gjaldið Minna hefur hins vegar verið fjallað um aðrar breytingar sem hafa verið gerðar á skattaumhverfi skemmtiferðaskipa á stuttum tíma. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, bendir í samtali við Vísi á afnám tollfrelsis hringsiglingaskipa og virðisaukaskattsskyldu sömu skipa. Hann segir að áhrifa breytinganna hafi mögulega þegar orðið vart í formi færri bókana hringsiglingaskipa. Erfitt sé að fullyrða um það hvers vegna hringsiglingaskip boði nú síður komur sínar til hafna landsins. Þó megi leiða líkur að því að stjórnendur þeirra ákveði að koma frekar við í Færeyjum eða á Grænlandi og flokkast þannig undir alþjóðasiglingaskip. Siglingar slíkra skipa beri hvorki toll né virðisaukaskattsskyldu. Brot á skyldu til að meta áhrif Gunnar segir að í samræmi við lög um opinber fjármál hefðu mögulegar afleiðingar átt að vera metnar af fjármálaráðuneytinu þegar innviðagjaldið var lagt á við síðustu fjárlagagerð. Það hafi ekki verið gert heldur látið nægja að margfalda saman óbreytta komutíðni og nýja gjaldið til að áætla tekjuauka ríkissjóðs. Ekkert mat hafi verið gert á áhrifum breyttrar eftirspurnar. Nú þegar sé áhrifanna farið að gæta í bókunarstöðu og ljóst sé að þeir 1,9 milljarðar króna í auknar opinberar tekjur sem ráðuneytið lagði á borð þingmanna muni ekki skila sér. Meiri líkur séu á að heildartekjur hins opinbera dragist saman vegna þessa. Hafi þingmenn talið að þeir væru að stoppa í gat opinberra fjármála, þá sá það ekki svo, heldur hafi þeir að öllum líkindum verið að stækka það. „Því voru vonbrigði að sjá fjármálafrumvarp fyrir næsta ár og mér sýnist á öllu að ráðherra sé að vinna öfugu megin á hinni frægu Laffer-kúrfu,“ segir hann. Þar vísar hann til kenningar hagfræðingsins Arthur Laffer um teygni milli skatttekna og skattprósenta. Samkvæmt henni fæst hámarksskattheimta með ákveðinni skattprósentu en skattheimta umfram hana stuðli frekar að minni skatttekjum en meiri. Allt að 1,7 milljörðum minni tekjur Gunnar segir að ráðgjafafyrirtækið Reykjavík Economics hafi unnið skýrslu fyrir Hafnasamband Íslands þar sem áhrif innviðagjaldsins eru metin. Þar kemur fram að heildartekjur hins opinbera af skemmtiferðaskipum hafi numið um tíu milljörðum króna á síðasta ári. Miðað við 2.500 króna innviðagjald hefðu að óbreyttu fengist 1,9 milljarðar aukalega í ríkissjóð. Aftur á móti teiknar Reykjavík Economics upp sviðsmyndir miðað við samdrátt í eftirspurn, sem myndi draga úr tekjum hafna af skemmtiferðaskipum, tekjuskatti einstaklinga og lögaðila, virðisaukaskatti og kolefnisgjaldi. Miðað við tíu prósenta samdrátt væru heildartekjur með inniviðagjaldi um 10,8 milljarðar króna, meiri en án innviðagjalds. Miðað við tuttugu prósenta samdrátt væru væru heildartekjur um 9,6 milljarðar, hálfum milljarði minni, og miðað við þrjátíu prósenta samdrátt væru heildartekjur um 8,4 milljarðar, 1,7 milljörðum minni. Ekki mótfallinn aukinni skattheimtu Gunnar segir eðlilegt að horft sé til aukinnar skattheimtu af skemmtiferðaskipun. En af því Ísland er í alþjóðlegri samkeppni um að laða til sín skemmtiferðaskip sé nauðsynlegt að hún verði innleidd í skrefum og að fylgst verði náið með áhrifunum. „En það er ekkert slíkt sem fólki datt í hug að gera. Heldur var ráðist í allar breytingarnar og enginn að velta því fyrir sér hver áhrifin verða.“ Hann segir að úr því sem komið er myndi hann vilja fá ársfrestun á afnámi tollfrelsis hringsiglingaskipa, á meðan kannað verður hvort hægt sé að fá varanlega undanþágu frá ESA, og að innviðagjaldið yrði lækkað og það fest til nokkurra ára. Á vettvangi Hafnasambandsins hafi verið talað um helmingslækkun. Þá hafi sú hugmynd verið nefnd að gjaldið yrði lagt af á axlarmánuðunum svokölluðu, apríl og september, þegar eftirspurn er minnst, til þess að dreifa álaginu. Hafnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45 Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. 18. september 2025 15:06 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um fyrirhugað innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem boðað var í tíð fyrri ríkisstjórnar. Fulltrúar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hafa boðað að innviðagjaldið yrði endurskoðað. Upphaflega stóð til að rukka 2.500 krónur fyrir hverja gistinótt hvers farþega skemmtiferðaskipa. Sú aðgerð átti að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna. Í fjárlagafrumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur endurskoðunin fram en þar segir að innviðagjaldið verði tímabundið lækkað niður í 2.000 krónur fyrir árið 2026. Ekki eina gjaldið Minna hefur hins vegar verið fjallað um aðrar breytingar sem hafa verið gerðar á skattaumhverfi skemmtiferðaskipa á stuttum tíma. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, bendir í samtali við Vísi á afnám tollfrelsis hringsiglingaskipa og virðisaukaskattsskyldu sömu skipa. Hann segir að áhrifa breytinganna hafi mögulega þegar orðið vart í formi færri bókana hringsiglingaskipa. Erfitt sé að fullyrða um það hvers vegna hringsiglingaskip boði nú síður komur sínar til hafna landsins. Þó megi leiða líkur að því að stjórnendur þeirra ákveði að koma frekar við í Færeyjum eða á Grænlandi og flokkast þannig undir alþjóðasiglingaskip. Siglingar slíkra skipa beri hvorki toll né virðisaukaskattsskyldu. Brot á skyldu til að meta áhrif Gunnar segir að í samræmi við lög um opinber fjármál hefðu mögulegar afleiðingar átt að vera metnar af fjármálaráðuneytinu þegar innviðagjaldið var lagt á við síðustu fjárlagagerð. Það hafi ekki verið gert heldur látið nægja að margfalda saman óbreytta komutíðni og nýja gjaldið til að áætla tekjuauka ríkissjóðs. Ekkert mat hafi verið gert á áhrifum breyttrar eftirspurnar. Nú þegar sé áhrifanna farið að gæta í bókunarstöðu og ljóst sé að þeir 1,9 milljarðar króna í auknar opinberar tekjur sem ráðuneytið lagði á borð þingmanna muni ekki skila sér. Meiri líkur séu á að heildartekjur hins opinbera dragist saman vegna þessa. Hafi þingmenn talið að þeir væru að stoppa í gat opinberra fjármála, þá sá það ekki svo, heldur hafi þeir að öllum líkindum verið að stækka það. „Því voru vonbrigði að sjá fjármálafrumvarp fyrir næsta ár og mér sýnist á öllu að ráðherra sé að vinna öfugu megin á hinni frægu Laffer-kúrfu,“ segir hann. Þar vísar hann til kenningar hagfræðingsins Arthur Laffer um teygni milli skatttekna og skattprósenta. Samkvæmt henni fæst hámarksskattheimta með ákveðinni skattprósentu en skattheimta umfram hana stuðli frekar að minni skatttekjum en meiri. Allt að 1,7 milljörðum minni tekjur Gunnar segir að ráðgjafafyrirtækið Reykjavík Economics hafi unnið skýrslu fyrir Hafnasamband Íslands þar sem áhrif innviðagjaldsins eru metin. Þar kemur fram að heildartekjur hins opinbera af skemmtiferðaskipum hafi numið um tíu milljörðum króna á síðasta ári. Miðað við 2.500 króna innviðagjald hefðu að óbreyttu fengist 1,9 milljarðar aukalega í ríkissjóð. Aftur á móti teiknar Reykjavík Economics upp sviðsmyndir miðað við samdrátt í eftirspurn, sem myndi draga úr tekjum hafna af skemmtiferðaskipum, tekjuskatti einstaklinga og lögaðila, virðisaukaskatti og kolefnisgjaldi. Miðað við tíu prósenta samdrátt væru heildartekjur með inniviðagjaldi um 10,8 milljarðar króna, meiri en án innviðagjalds. Miðað við tuttugu prósenta samdrátt væru væru heildartekjur um 9,6 milljarðar, hálfum milljarði minni, og miðað við þrjátíu prósenta samdrátt væru heildartekjur um 8,4 milljarðar, 1,7 milljörðum minni. Ekki mótfallinn aukinni skattheimtu Gunnar segir eðlilegt að horft sé til aukinnar skattheimtu af skemmtiferðaskipun. En af því Ísland er í alþjóðlegri samkeppni um að laða til sín skemmtiferðaskip sé nauðsynlegt að hún verði innleidd í skrefum og að fylgst verði náið með áhrifunum. „En það er ekkert slíkt sem fólki datt í hug að gera. Heldur var ráðist í allar breytingarnar og enginn að velta því fyrir sér hver áhrifin verða.“ Hann segir að úr því sem komið er myndi hann vilja fá ársfrestun á afnámi tollfrelsis hringsiglingaskipa, á meðan kannað verður hvort hægt sé að fá varanlega undanþágu frá ESA, og að innviðagjaldið yrði lækkað og það fest til nokkurra ára. Á vettvangi Hafnasambandsins hafi verið talað um helmingslækkun. Þá hafi sú hugmynd verið nefnd að gjaldið yrði lagt af á axlarmánuðunum svokölluðu, apríl og september, þegar eftirspurn er minnst, til þess að dreifa álaginu.
Hafnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45 Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. 18. september 2025 15:06 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Nýtt innviðagjald sem heimta á af erlendum skemmtiferðaskipum á að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna umfram þær tekjur sem hann hefði annars fengið. Tilgangurinn er sagður að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra ferðaþjónustufyrirtækja. 24. október 2024 10:45
Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. 18. september 2025 15:06