Viðskipti erlent

Ó­sáttir við full­yrðingar um iP­hone geislun

App­le hefur heitið því að upp­færa hug­búnað í iP­hone 12 snjallsímum sínum í Frakk­landi eftir að frönsk stjórn­völd felldu vöruna á sér­stöku geislunar­prófi. Fyrir­tækið segist hins­vegar ekki sættast á niður­stöður franskra yfir­valda.

Viðskipti erlent

Nýir símar, úr og heyrnartól

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum.

Viðskipti erlent

Hægja á vef­síðum fyrir­tækja sem Musk er illa við

Samfélagsmiðillinn X, sem hét áður Twitter, hefur kerfisbundið látið hlekki á vefsíður fyrirtækja sem Elon Musk er persónulega illa við opnast hægar en aðrir hlekkir. Samkeppnisaðilar eins og Facebook og fjölmiðlar eins og New York Times eru á meðal þeirra sem X hægði á.

Viðskipti erlent

Veðjar 1,6 milljörðum dala gegn Wall Street

Fjárfestingarsjóður Micheals Burry hefur keypt sölurétti af sjóðum sem fylgja S&P 500 og Nasdaq 100 fyrir alls um 1,6 milljarða dala. Burry varð heimsfrægur upp úr fjármálahruninu árið 2008 þegar hann spáði réttilega fyrir um hrun húsnæðislánamarkaðarins í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar

Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra.

Viðskipti erlent

Enn hækkar Disney verð

Heimili Mikka Mús og Marvel hyggst hækka verð á streymisveitunni Disney+ í annað sinn á innan við ári. Þjónustan heldur áfram að skila tapi fyrir afþreyingarstórveldið.

Viðskipti erlent

Face­book fer í hart og fjar­lægir allar fréttir í Kanada

Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum.

Viðskipti erlent

Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn

Forsvarsmenn samtaka sem vakta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum segja að þeim hafi borist hótunarbréf frá lögmönnum X Corp, áður Twitter. Í bréfinu segja lögmenn X Corp að samtökin The Center for Countering Digital Hate (CCDH) séu að reyna að skaða samfélagsmiðilinn sem nú heitir X og hóta þeir að höfða mál gegn samtökunum.

Viðskipti erlent

Hafa selt yfir fjöru­tíu milljón PS5 tölvur

Sony tilkynnti í dag að fyrirtækið væri búið að selja yfir fjörutíu milljón Playstation 5 leikjatölvur. Fyrirtækið hóf sölu á leikjatölvunum í nóvember árið 2020 og gekk framleiðslan frekar brösuglega fyrst um sinn. Nú sé þó framleiðslan komin á strik og hægt að sinna eftirspurninni.

Viðskipti erlent

Hagnast mikið og dæla peningum í gervigreind

Bæði Alphabet (móðurfélag Google) og Microsoft birtu í gær góð ársfjórðungsuppgjör sem sýndu aukinn hagnað og aðrar jákvæðar vendingar í rekstri fyrirtækjanna. Fyrirtækin eru í samkeppni um innleiðingu gervigreindar í leitarvélar Google og Bing og annan hugbúnað þeirra.

Viðskipti erlent

Spotify hækkar verðið

Nýir notendur tónlistarveitunnar Spotify munu frá deginum í dag greiða eina evru aukalega fyrir það að hlusta ekki á auglýsingar. Verð núverandi notenda hækkar eftir mánuð en forsvarsmenn Spotify tilkynntu í dag að verið væri að hækka verðið á öllum áskriftarleiðum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið.

Viðskipti erlent

Vill skipta fuglinum út fyrir X

Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag.

Viðskipti erlent

Gamall iP­hone seldist á tugi milljóna

Fyrsta kynslóðin af iPhone símum kom út árið 2007 og var mjög vinsæl á sínum tíma. Alls seldust um sex milljón eintök af símanum. Einn þessara síma var settur á uppboð sem lauk á dögunum með því að hann seldist á rúmlega 190 þúsund dollara. Það samsvarar um tuttugu og sjö milljónum í íslenskum krónum.

Viðskipti erlent