Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2025 08:54 Javier Milei, forseti Argentínu, á í vök að verjast eftir að hann auglýsti rafmynt sem hrundi í verði rétt á eftir. AP/Ennio Leanza/Keystone Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Argentínu hóta því að kæra Javier Milei, forseta, fyrir embættisglöp eftir að hann auglýsti rafmynt á samfélagsmiðli. Rafmyntin hrundi í verði skömmu síðar. Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot. Argentína Rafmyntir Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot.
Argentína Rafmyntir Mest lesið Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira