Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2025 08:54 Javier Milei, forseti Argentínu, á í vök að verjast eftir að hann auglýsti rafmynt sem hrundi í verði rétt á eftir. AP/Ennio Leanza/Keystone Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Argentínu hóta því að kæra Javier Milei, forseta, fyrir embættisglöp eftir að hann auglýsti rafmynt á samfélagsmiðli. Rafmyntin hrundi í verði skömmu síðar. Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot. Argentína Rafmyntir Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot.
Argentína Rafmyntir Mest lesið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira