Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2025 15:56 Trump með mynd af F-47 í bakgrunni. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum. Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera. Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Þessar tilteknu orrustuþotur, hafa lengi gengið undir nafninu NGAD (Next generation air dominance) og eiga að leysa F-22 þoturnar af hólmi en þær verða væntanlega ekki teknar í notkun fyrr en einhvern tímann á næsta áratug. Trump tilkynnti ákvörðunina rétt í þessu og sagði þá að þotan yrði kölluð F-47. Trump er titlaður sem 45. og 47. forseti Bandaríkjanna. Litlar upplýsingar eru til um hönnun þeirra og búnað en eðli málsins samkvæmt hefur mikil leynd hvílt yfir þróuninni. President Donald Trump announces Boeing has been awarded a contract to design and build the US’s next-generation fighter jet. The new fighter is expected to enter service in the 2030s if everything goes according to plan https://t.co/JCzoHvwyZK pic.twitter.com/CfxQQymjfE— Bloomberg TV (@BloombergTV) March 21, 2025 Trump sagði að verulega erfitt væri að sjá hana á ratsjám og að hún væri mun öflugri en aðrar herþotur. Hann sagði einnig að herþotan væri hönnuð til að fljúga með drónum. Boeing hefur gert æfingar með drónum sem þessum á undanförnum árum og meðal annars í Ástralíu. Í frétt Reuters kemur fram að Boeing hafi átt í vök að verjast á ýmsum sviðum. Farþegaflugvélaframleiðslan hafi beðið mikla hnekki og hergagnaframleiðslan sömuleiðis. Svipaða sögu er einnig að segja af geimferðadeild Boeing sem hefur tapað mikilli markaðshlutdeild þegar kemur að geimskotum í Bandaríkjunum og hefur þróun fyrirtækisins á geimfarinu Starliner gengið verulega illa. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Starfsmenn Boeing hafa þó lengi framleitt herþotur í Missouri og verður F-47 þotan væntanlega framleidd þar. Tilkynnt var árið 2023 að Boeing ætlaði að hætta að framleiðslu F-18 Hornet herþotur í Missouri og var þá gefið til kynna að það væri til að auka framleiðslugetu á nýrri tegund herþota. Talið er að Boeing muni fá hundruð milljarða dala fyrir framleiðslu F-47 á næstu árum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við hverja þotu á að vera.
Bandaríkin Donald Trump Hernaður Boeing Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira