Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 10:53 Uppsagnirnar gætu náð til allt að þrjátíu þúsund starfsmanna. AP/Rogelio V. Solis Forsvarsmenn Amazon tilkynntu í gær umfangsmiklar uppsagnir sem eiga að hefjast í dag. Til stendur að segja upp allt að þrjátíu þúsund manns. Með þessu vilja forsvarsmenn Amazon draga úr kostnaði og spara peninga en til stendur að fara í umfangsmikla notkun róbóta. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er búist við því að uppsagnirnar muni ná til svo gott sem allra deilda þessa risavaxna fyrirtækis. Svipaðar aðgerðir eru sagðar yfirstandandi eða í undirbúningi víða um Bandaríkin þessa dagana, þar sem forsvarsmenn fyrirtækja leita leiða til að draga úr kostnaði. Hækkandi verðlag, skortur á starfsfólki og sífellt breytilegar tollaaðstæður eru sagðar meðal ástæðna þess að forsvarsmenn fyrirtækja reyna að herða beltisólarnar, með vonum um að það komi ekki niður á vexti. Innan veggja Amazon er litið á uppsagnir sem framhald uppsagna 2022, þegar um 27 þúsund starfsmönnum var sagt upp. Um sé að ræða leiðréttingu á gífurlegri stækkun sem varð á Covid-tímabilinu, þegar mikil aukning varð á netkaupum og Amazon réð fólk í massavís til að standast aukna eftirspurn. Róbótar í stað fólks New York Times sagði frá því á dögunum að frá 2018 til dagsins í dag hefði fjöldi starfsmanna Amazon í Bandaríkjunum þrefaldast og rúmlega það. Þar vinni nú um 1,2 milljónir manna. Leiðtogar Amazon sjá samt fyrir sér skipta út stórum hluta starfsmanna þeirra fyrir róbóta á komandi árum. Að fyrir árið 2033 gætu róbótar leyst af rúmlega sex hundruð þúsund manns, sem annaðhvort vinna nú þegar fyrir fyrirtækið eða óþarfi verður að ráða. Markmiðið er að gera um 75 prósent af starfsemi Amazon sjálfvirka. Í yfirlýsingu vegna fréttar NYT sagði talsmaður Amazon að gögnin sem fréttin byggði á sýndu ekki heildarmyndina. Vísaði talsmaðurinn meðal annars til þess að til stæði að ráða um 250 þúsund manns til Amazon vegna anna yfir hátíðarnar en ekki var sagt hve mörg þessara starfa ættu að vera tímabundin. Þetta var nokkrum dögum áður en áðurnefndar uppsagnir voru tilkynntar. Amazon Bandaríkin Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Samkvæmt frétt Wall Street Journal er búist við því að uppsagnirnar muni ná til svo gott sem allra deilda þessa risavaxna fyrirtækis. Svipaðar aðgerðir eru sagðar yfirstandandi eða í undirbúningi víða um Bandaríkin þessa dagana, þar sem forsvarsmenn fyrirtækja leita leiða til að draga úr kostnaði. Hækkandi verðlag, skortur á starfsfólki og sífellt breytilegar tollaaðstæður eru sagðar meðal ástæðna þess að forsvarsmenn fyrirtækja reyna að herða beltisólarnar, með vonum um að það komi ekki niður á vexti. Innan veggja Amazon er litið á uppsagnir sem framhald uppsagna 2022, þegar um 27 þúsund starfsmönnum var sagt upp. Um sé að ræða leiðréttingu á gífurlegri stækkun sem varð á Covid-tímabilinu, þegar mikil aukning varð á netkaupum og Amazon réð fólk í massavís til að standast aukna eftirspurn. Róbótar í stað fólks New York Times sagði frá því á dögunum að frá 2018 til dagsins í dag hefði fjöldi starfsmanna Amazon í Bandaríkjunum þrefaldast og rúmlega það. Þar vinni nú um 1,2 milljónir manna. Leiðtogar Amazon sjá samt fyrir sér skipta út stórum hluta starfsmanna þeirra fyrir róbóta á komandi árum. Að fyrir árið 2033 gætu róbótar leyst af rúmlega sex hundruð þúsund manns, sem annaðhvort vinna nú þegar fyrir fyrirtækið eða óþarfi verður að ráða. Markmiðið er að gera um 75 prósent af starfsemi Amazon sjálfvirka. Í yfirlýsingu vegna fréttar NYT sagði talsmaður Amazon að gögnin sem fréttin byggði á sýndu ekki heildarmyndina. Vísaði talsmaðurinn meðal annars til þess að til stæði að ráða um 250 þúsund manns til Amazon vegna anna yfir hátíðarnar en ekki var sagt hve mörg þessara starfa ættu að vera tímabundin. Þetta var nokkrum dögum áður en áðurnefndar uppsagnir voru tilkynntar.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira