Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:47 Frá vinstri: Francois-Philippe Champagne nýsköpunar, vísinda- og iðnaðarráðherra, Melanie Joly utanríkisráðherra og Dominic LeBlanc fjármálaráðherra. AP/Adrian Wyld Ráðamenn í Kanada hafa tilkynnti viðbragðstolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump setti 25 prósenta toll á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Kanada segir tolla Trumps og árásir hans á hagkerfi Kanada vera óréttláta. Trump hafi valdið gífurlegum skaða á því sem var best heppnaða viðskiptasambandi heimsins. „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá,“ sagði Dominic LeBlanc samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada. Tollar Kanadamanna ná til innflutnings sem verðmetinn er á um 29,8 milljarða dala og er það sambærilegt tollum Bandaríkjanna. Tollarnir taka gildi á miðnætti og eru á vörur eins og tölvubúnað, íþróttabúnað, heimilistæki, skjái og annað. Áður höfðu leiðtogar Evrópusambandsins tilkynnti sambærilega tolla á Bandaríkin. Þegar Kanadamenn tilkynntu tollana í dag gagnrýndi utanríkisráðherra landsins Trump fyrir ummæli hans um innlimun Kanada í Bandaríkin og óreiðuna sem hann hefði ollið. „Eini fastinn í þessu óréttlætanlega viðskiptastríði virðist vera orðræða Trumps um að innlima landið okkar með efnahagsþvingunum,“ sagði Mélanie Joly. „Í gær hallaði hann landamæri okkar ímyndaða línu og endurtók virðingarlausan áróður sinn um 51. ríki Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Kanada hafa varað íbúa við því að Trump sé alvara þegar hann tali um að vilja eignast Kanada. Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, ítrekaði þetta í viðtali á Fox News í dag. Þar sagði hann að það besta í stöðunni væri að sameina hagkerfi Kanada og Bandaríkjanna á þann hátt að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Kanadamenn yrðu að vinna með Bandaríkjamönnum að þessu og ættu að íhuga allt það sem þeir myndu græða á því. Þessi ummæli Trump-liða um Kanada hafa valdið mikilli reiði meðal Kanadamanna á undanförnum vikum. Ef marka má kannanir vestanhafs er lítill vilji meðal þeirra á því að sameinast Bandaríkjunum. Lutnick: "The best way to actually merge the economies of Canada and the United States is for Canada to become our 51st state ... Canada is gonna have to work with us to really integrate their economy, and as the president said, they should consider the amazing advantages of… pic.twitter.com/Lp4xKqoDwa— Aaron Rupar (@atrupar) March 12, 2025 Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Trump hafi valdið gífurlegum skaða á því sem var best heppnaða viðskiptasambandi heimsins. „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá,“ sagði Dominic LeBlanc samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada. Tollar Kanadamanna ná til innflutnings sem verðmetinn er á um 29,8 milljarða dala og er það sambærilegt tollum Bandaríkjanna. Tollarnir taka gildi á miðnætti og eru á vörur eins og tölvubúnað, íþróttabúnað, heimilistæki, skjái og annað. Áður höfðu leiðtogar Evrópusambandsins tilkynnti sambærilega tolla á Bandaríkin. Þegar Kanadamenn tilkynntu tollana í dag gagnrýndi utanríkisráðherra landsins Trump fyrir ummæli hans um innlimun Kanada í Bandaríkin og óreiðuna sem hann hefði ollið. „Eini fastinn í þessu óréttlætanlega viðskiptastríði virðist vera orðræða Trumps um að innlima landið okkar með efnahagsþvingunum,“ sagði Mélanie Joly. „Í gær hallaði hann landamæri okkar ímyndaða línu og endurtók virðingarlausan áróður sinn um 51. ríki Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Kanada hafa varað íbúa við því að Trump sé alvara þegar hann tali um að vilja eignast Kanada. Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, ítrekaði þetta í viðtali á Fox News í dag. Þar sagði hann að það besta í stöðunni væri að sameina hagkerfi Kanada og Bandaríkjanna á þann hátt að Kanada yrði 51. ríki Bandaríkjanna. Kanadamenn yrðu að vinna með Bandaríkjamönnum að þessu og ættu að íhuga allt það sem þeir myndu græða á því. Þessi ummæli Trump-liða um Kanada hafa valdið mikilli reiði meðal Kanadamanna á undanförnum vikum. Ef marka má kannanir vestanhafs er lítill vilji meðal þeirra á því að sameinast Bandaríkjunum. Lutnick: "The best way to actually merge the economies of Canada and the United States is for Canada to become our 51st state ... Canada is gonna have to work with us to really integrate their economy, and as the president said, they should consider the amazing advantages of… pic.twitter.com/Lp4xKqoDwa— Aaron Rupar (@atrupar) March 12, 2025
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira