Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. apríl 2025 06:49 Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. Kyodo News via AP Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. Vísitölur í Shanghaí fóru niður um 6,4 prósent og í Hong Kong fór Hang Seng vísitalan niður um meira en tíu prósent. Framvirk viðskipti í Bandaríkjunum hafa líka lækkað töluvert sem þykir benda sterklega til þess að lækkanir muni halda áfram í kauphöllinni á Wall Street þegar hún opnar eftir helgina síðar í dag. Trump forseti svaraði fréttamönnum um borð flugvél forsetans í gærkvöldi og segist hvergi nærri af baki dottinn og að ekki komi til greina að hætta við tollahækkanirnar. Hann ítrekaði að breytingin yrði sársaukafull og endurtók þau skilaboð sín að önnur lönd verði að gera honum tilboð, eins og hann orðar það, til að hægt sé að semja upp á nýtt. Hann beindi orðum sínum aðallega að stjórnvölum í Kína og Evrópu og segist hafa talað við „fjölmarga“ Evrópubúa og Kínverja sem dauðlangi til að gera við sinn góðan samning. Trump tók svo afar illa í spurningu frá einum blaðamanninum sem spurði hann að því hver sársaukamörk bandarískra neytenda væru. Forsetinn svaraði því til að stundum verði fólk að taka meðalið sitt, þegar eitthvað ami að. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Japan Tengdar fréttir Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. 6. apríl 2025 13:38 Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. 6. apríl 2025 08:40 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Vísitölur í Shanghaí fóru niður um 6,4 prósent og í Hong Kong fór Hang Seng vísitalan niður um meira en tíu prósent. Framvirk viðskipti í Bandaríkjunum hafa líka lækkað töluvert sem þykir benda sterklega til þess að lækkanir muni halda áfram í kauphöllinni á Wall Street þegar hún opnar eftir helgina síðar í dag. Trump forseti svaraði fréttamönnum um borð flugvél forsetans í gærkvöldi og segist hvergi nærri af baki dottinn og að ekki komi til greina að hætta við tollahækkanirnar. Hann ítrekaði að breytingin yrði sársaukafull og endurtók þau skilaboð sín að önnur lönd verði að gera honum tilboð, eins og hann orðar það, til að hægt sé að semja upp á nýtt. Hann beindi orðum sínum aðallega að stjórnvölum í Kína og Evrópu og segist hafa talað við „fjölmarga“ Evrópubúa og Kínverja sem dauðlangi til að gera við sinn góðan samning. Trump tók svo afar illa í spurningu frá einum blaðamanninum sem spurði hann að því hver sársaukamörk bandarískra neytenda væru. Forsetinn svaraði því til að stundum verði fólk að taka meðalið sitt, þegar eitthvað ami að.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Japan Tengdar fréttir Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. 6. apríl 2025 13:38 Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. 6. apríl 2025 08:40 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Kerfi alþjóðaviðskipta í uppnámi og erfitt að verðleggja áhættu til lengri tíma Ákvörðun Donald Trumps að efna til viðskiptastríðs við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna með því að setja á sögulega háa innflutningstolla hefur sett fyrirkomulag alþjóðaviðskipta í uppnám, sem ekki sér fyrir endann á, og fjárfestar eiga afar erfitt með að verðleggja áhættu til lengri tíma, að sögn framkvæmdastjóra Visku. Vegna mikillar óvissu í efnahagsumhverfinu sé þetta ekki rétti tíminn til að „spila aggressífan leik“ en hann telur óhjákvæmilegt að Seðlabanki Bandaríkjanna bregðist við hratt versnandi efnahagshorfum með lækkun vaxta ásamt öðrum aðgerðum til að auka seljanleika á markaði og enginn eignaflokkur „hlaupi hraðar“ í þeim aðstæðum en rafmyntir. 6. apríl 2025 13:38
Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu. 6. apríl 2025 08:40