Viðskipti erlent

Hótar himin­háum áfengistollum á Evrópu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Donald Trump fer ekki fögrum orðum um Evrópusambandið.
Donald Trump fer ekki fögrum orðum um Evrópusambandið. EPA

Donald Trump hefur hótað að setja á tvö hundruð prósenta toll á áfengar útflutningsvörur frá Evrópusambandsríkjum.

Um er að ræða viðbrögð við tilkynningu Evrópusambandsins um að það myndi leggja á tolla á Bandaríkin. Þeir tollar voru svar við tollum Trumps á ál og stál og eru miðaðir á svokölluð rauð ríki Bandaríkjanna, til að þrýsta sérstaklega á Repúblikana.

Sjá einnig: „Al­var­legt við­skipta­stríð“ hafið

„Evrópusambandið, eitt fjandsamlegasta og ofbeldisfyllsta tolla- og skattasamband í heimi, sem var stofnað í þeim tilgangi einum að notfæra sér Bandaríkin, hefur sett ljótan fimmtíu prósenta toll á viskí,“ segir Trump í færslu á eigin samfélagsmiðli, Truth Social.

„Ef þessi tollalagning verður ekki látin hverfa undir eins munu Bandaríkin setja á tvöhundruð prósenta toll á allt vín, kampavín, og aðrar áfengar vörur sem koma frá Frakklandi og öðrum Evrópusambandsþjóðum. Það yrði frábært fyrir vín- og kampavínsbransann í Bandaríkjunum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×