Tónlist

Til heiðurs merkisberunum

Djasshátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur fram á laugardag. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún heppnaðist með afbrigðum vel í fyrra.

Tónlist

Sígauni með sinfóníunni

Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja.

Tónlist

Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur

We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið.

Tónlist

Fullnaðarsigur Skerjafjarðarskáldsins

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld unnið fullnaðarsigur í deilu sinni og Sveins Rúnars Sigurðsonar vegna Eurovsion-lagsins Valentine‘s Lost.

Tónlist

Aldrei fór ég suður á allra vörum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar.

Tónlist

Á heimshornaflakki

Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng.

Tónlist

Umsóknarferli hljómsveita og listamanna hafið

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007.

Tónlist

Björk í Saturday Night Live á laugardaginn

Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Kynnir þáttarins þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson.

Tónlist

Angurværð og spé

Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld.

Tónlist

The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur

Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag.

Tónlist

Veisla fyrir augu og eyru

Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður.

Tónlist

Tónleikar Áskels í Hnitbjörgum

Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar.

Tónlist

Engin mótmælahljómsveit

Fyrsta plata Skáta í fullri lengd, Ghost of the Bollocks to Come, er komin út á vegum útgáfufélagsins Grandmothers Records. Freyr Bjarnason ræddi við gítarleikarann Benedikt Reynisson.

Tónlist

Ekki springa!

Hinn geðþekki óperusöngvari Kristinn Sigmundsson æfir nú hlutverk Mefistós fyrir uppfærslu Semperóperunnar í Dresden í Þýskalandi á óperunni Fordæmingu Fásts eftir Hector Berlioz. Verkið byggir á sorgarleik Goethes um eitt þekktasta fall bókmenntasögunnar þar sem Kristinn leikur hinn illa en óumræðanlega heillandi Mefistó sem verður örlagavaldur Fásts.

Tónlist

Kristallinn hljómar

Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kristall, heldur áfram göngu sinni í Listasafni Íslands í dag. Þá munu þau Sif Tulinius fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja verk eftir Mozart og Brahms ásamt sérstökum gesti, píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur.

Tónlist

Fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar

Nú er lag fyrir ungar og upprennandi hljómsveitir að láta af sér kveða. Þær sveitir sem eiga upptökur í pokahorninu - hvort sem um er að ræða fullbúnar upptökur eða hráan efnivið úr bílskúrnum - eiga möguleika á að fá spilun í COKE ZERO listanum sem er á miðvikudögum kl. 18. Þar með geta þær orðið Ungstirni vikunnar og stígið fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar!

Tónlist

Tilfinningaleg tjáning

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Wulfgang kemur út í dag. Þessi efnilega sveit er á leið í tónleikaferðalag um Kína og virðist eiga bjarta tíma framundan.

Tónlist

Hara skrifar undir samning við Concert

„Hljómsveitin byrjar að æfa strax á miðvikudag og Jógvan byrjar að syngja á fimmtudaginn,“ segir Einar Bárðarson en ráðgert er að fyrsta platan með færeyska söngvaranum Jógvan komi út strax í byrjun maí. Einar stóð uppi sem sigurvegari á föstudaginn langa þegar úrslitin í X-Factor voru kunngjörð en skjólstæðingur hans Jógvan hafði mikla yfirburði og sigraði með yfir sjötíu prósent allra atkvæða.

Tónlist

Þriðja plata Kings of Leon

Rokksveitin Kings of Leon frá Nash­ville hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Because of the Times. Hún inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem hefur verið mikið spilað að undanförnu.

Tónlist

LCD Soundsystem: Sound of Silver -fjórar stjörnur

James Murphy, aðalhausinn á bak við LCD og stofnandi DFA plötufyrirtækisins, er án efa einn mest þenkjandi tónlistarmaður samtímans. Snilldin á bak við aðra plötu LCD Soundsystem er einfaldlega slík. Murphy hefur tekist að skapa danstónlistarkokteil sem á skilið allsherjar lýsingarorðakyn­svall, góðra að sjálfsögðu en einnig ögrandi og dónalegra.

Tónlist

Stórkostlegur heiður

Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, var kjörinn Blúsmaður ársins við setningu Blúshátíðar í Reykjavík á Hótel Nordica í fyrrakvöld. Það var Blúsfélag Reykjavíkur sem sæmdi KK nafnbótinni. Þeir sem áður hafa hlotið þennan heiður eru Magnús Eiríksson (2004), Björgvin Gíslason (2005) og Andrea Gylfadóttir (2006).

Tónlist

Antony Hegarty syngur með Björk í Höllinni

Antony Hegarty, betur þekktur sem Antony & the Johnsons, er væntanlegur til landsins í tengslum við Volta-tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur á annan í páskum. Hann kemur fram með Björk í 1-2 lögum á tónleikunum.

Tónlist

Svalasta blásaraveit landsins

„Ég hélt fyrst að það væri einhver að stríða mér þegar það var hringt í mig og spurt hvort ég vildi spila með Björk og fara í tónleikaferð með henni þannig að ég afþakkaði pent. Svo hugsaði ég smá um þetta og fattaði hvað ég hefði gert, hringdi til baka og endaði hér.” segir Valdís Þorkelsdóttir trompetleikari.

Tónlist

Passíusálmar í sjötta sinn

Megas flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á hljómleikum í kirkju sálmaskáldsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í tvígang laugardag fyrir páska: verða fyrri tónleikarnir kl. 16 en hinir síðari um kvöldið kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar sem menn hafa síðan kallað nýju kirkjuna á þessu andlega höfuðbóli Hvalfjarðar.

Tónlist

Zero Hour með tvenna tónleika

Bandaríska rokksveitin Zero Hour spilar á tvennum tónleikum hér á landi um páskana. Þeir fyrri verða á Grand Rokk laugardaginn 7. apríl og þeir síðari annan í páskum í Hellinum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni.

Tónlist

Mika bætist við listann

Nýstirnið Mika er nýjasta stóra nafnið sem tilkynnt er á Hróarskelduhátíðina sem verður haldin í júlí. Fyrsta plata Mika, Life in Cartoon Motion, hefur fengið góða dóma og hefur tónlistinni verið líkt við blöndu af Queen, Elton John, Abba, Robbie Williams og Scissor Sisters. Hefur lagið Grace Kelly notið mikilla vinsælda.

Tónlist

Aldrei fór ég suður í beinni

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður send út í beinni útsendingu á netinu. Stendur útsendingin frá 19 til 00.30 á föstudaginn og frá 15 til 2.00 á laugardaginn.

Tónlist