Alveg í sjöunda himni 19. júní 2007 07:00 Birkir Rafn Gíslason hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. MYND/Valli Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira