Alveg í sjöunda himni 19. júní 2007 07:00 Birkir Rafn Gíslason hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. MYND/Valli Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop. Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Við upptökurnar fékk hann til liðs við sig vini sína, þar á meðal bræðurna Ragnar Zolberg og Egil Örn Rafnssyni. „Maður er alveg í sjöunda himni með þetta. Það er mikill sigur að koma þessu út því það eru margar hurðir sem maður er búinn að labba á í þessu ferli,“ segir Birkir Rafn. „En þetta hefur samt verið gaman og maður hefur lært mikið.“ Birkir gefur plötuna út með aðstoð útgáfufyrirtækisins R og R músík, sem Rafn Jónsson, faðir Ragnars og Egils Arnar rak. Birkir, sem er uppalinn á Skagaströnd, hefur verið á fullu í tónlistinni undanfarin tíu ár. Hann hefur starfað með söngkonunni Fabúlu og samdi tónlist við stuttmyndina Another, sem hefur verið sýnd á kvikmyndahátíð hérlendis. Í fyrravor útskrifaðist hann úr FÍH. Birkir ber samstarfsfólki sínu á plötunni vel söguna. „Það er alveg meiriháttar. Þetta er draumafólkið sem ég valdi mér og það gekk allt upp. Þetta eru allt góðir vinir mínir. Þau komu úr ólíkum áttum en voru öll tilbúin til að gera allt fyrir mig.“ Auk Ragnars og Egils skipa samstarfshóp hans söngkonurnar Ásta Sveinsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir ásamt þeim Leifi Jónssyni og Arnljóti Sigurðssyni. Nánari upplýsingar um Single Drop má finna á www.myspace.com/singledrop.
Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið